Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 08:06 MAGA stendur fyrir Make America Great Again, sem voru kosningaslagorð Donald Trump þegar hann var kjörinn forseti. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. „Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
„Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira