Höfðu varað við „geðsjúkri hegðun“ byssumannsins Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 12:03 Maðurinn skaut þrjá til bana og kveikti elda áður en hann var handtekinn. EPA/BAS CZERWINSKI Búið var að vara við árásarmanninum í Rotterdam. Saksóknarar höfðu sent háskólasjúkrahúsi þar sem hann var nemandi viðvörun vegna hegðunar hans. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, framdi tvær skotárásir í Hollandi í gær þar sem hann skaut þrjá til bana. Maðurinn heitir Fouad L en hann skaut 39 ára nágrannakonu og fjórtán ára dóttur hennar til bana. Því næst skaut hann 43 ára kennara við Erasmus háskólasjúkrahúsið til bana. Maðurinn er einnig sagður hafa kveikt í bæði húsi konunnar og sjúkrahúsinu en hann var handtekinn þegar hann reyndi að flýja frá sjúkrahúsinu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er til rannsóknar. Í tölvupósti sem sendur var til stjórnenda skólans voru þeir varaðir við því að Fouad L hefði sýnt „geðsjúka hegðun“ og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Þar að auki höfðu nágrannar hans kvartað yfir því hvernig hann kæmi fram við dýr. Samkvæmt frétt Reuters er óljóst hvenær bréfið var sent. Árásarmaðurinn er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Árið 2021 var hann sakfelldur fyrir að misþyrma dýrum. BBC segir að í áðurnefndum tölvupósti sé lagt til að Fouad L ætti mögulega ekki að fá prófgráðu frá háskólasjúkrahúsinu. Hann hafði sjálfur birt póstinn á Internetinu og sagði kennara skólans reyna að grafa undan sér. Í færslunni sagðist hann hafa verið rekinn vegna þess að hann hefði ekki fengið prófgráðu og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Fregnir hafa borist af því að konan sem hann myrti hafi kvartað undan honum við lögreglu en það hefur ekki verið staðfest. Holland Tengdar fréttir Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Maðurinn heitir Fouad L en hann skaut 39 ára nágrannakonu og fjórtán ára dóttur hennar til bana. Því næst skaut hann 43 ára kennara við Erasmus háskólasjúkrahúsið til bana. Maðurinn er einnig sagður hafa kveikt í bæði húsi konunnar og sjúkrahúsinu en hann var handtekinn þegar hann reyndi að flýja frá sjúkrahúsinu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er til rannsóknar. Í tölvupósti sem sendur var til stjórnenda skólans voru þeir varaðir við því að Fouad L hefði sýnt „geðsjúka hegðun“ og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Þar að auki höfðu nágrannar hans kvartað yfir því hvernig hann kæmi fram við dýr. Samkvæmt frétt Reuters er óljóst hvenær bréfið var sent. Árásarmaðurinn er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Árið 2021 var hann sakfelldur fyrir að misþyrma dýrum. BBC segir að í áðurnefndum tölvupósti sé lagt til að Fouad L ætti mögulega ekki að fá prófgráðu frá háskólasjúkrahúsinu. Hann hafði sjálfur birt póstinn á Internetinu og sagði kennara skólans reyna að grafa undan sér. Í færslunni sagðist hann hafa verið rekinn vegna þess að hann hefði ekki fengið prófgráðu og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Fregnir hafa borist af því að konan sem hann myrti hafi kvartað undan honum við lögreglu en það hefur ekki verið staðfest.
Holland Tengdar fréttir Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22