Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 14:25 Ásdís segir ekkert hafa verið ákveðið varðandi útvistun á starfsemi Salarins. Vísir Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“ Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira