Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 14:28 Ari Alexander vildi ekki hafa þingmanninn inni á veitingastaðnum sem hann vinnur á. Instagram/Tokyo Sushi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019. Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019.
Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira