„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 23:23 David og Móey auk tveggja barna þeirra. Aðsend David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. David segist hafa verið að koma upp úr sundi með vini sínum þegar íslenskur maður í sturtuklefanum segir við þá „What's up Africa?“ Honum hafi brugðið og spurt hvers vegna maðurinn héldi að hann sé frá Afríku og bætir við að fordómafullt sé að gera ráð fyrir slíku. Maðurinn hafi þá sagt, „Skoðanir eru bara eins og rassgöt, við erum öll með þær.“ Í kjölfarið hafi leiðinlegar rökræður orðið sem ekki bættu úr skák. David segist furða sig á því að enginn hafi gripið inn í þrátt fyrir að margir hafi verið á staðnum. Þá segist hann vonsvikinn á framkomu mannsins en reynsla hans sem svartur maður á Íslandi hafi fram að þessu verið góð. Móey Pála Rúnarsdóttir eiginkona hans segir mikilvægt að vera á varðbergi og grípa inn í verði maður vitni að fordómafullum athugasemdum. „Við eigum tvö blönduð börn og þetta er ekki eitthvað sem ég vil bjóða þeim upp á,“ segir Móey í samtali við Vísi. David segir mikilvægt að fólk gæti að viðhorfi sínu til allra innflytjenda, ekki bara svartra. „Það er allt í lagi að vera forvitinn. En komið samt kurteisislega fram,“ segir David. Kynþáttafordómar Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
David segist hafa verið að koma upp úr sundi með vini sínum þegar íslenskur maður í sturtuklefanum segir við þá „What's up Africa?“ Honum hafi brugðið og spurt hvers vegna maðurinn héldi að hann sé frá Afríku og bætir við að fordómafullt sé að gera ráð fyrir slíku. Maðurinn hafi þá sagt, „Skoðanir eru bara eins og rassgöt, við erum öll með þær.“ Í kjölfarið hafi leiðinlegar rökræður orðið sem ekki bættu úr skák. David segist furða sig á því að enginn hafi gripið inn í þrátt fyrir að margir hafi verið á staðnum. Þá segist hann vonsvikinn á framkomu mannsins en reynsla hans sem svartur maður á Íslandi hafi fram að þessu verið góð. Móey Pála Rúnarsdóttir eiginkona hans segir mikilvægt að vera á varðbergi og grípa inn í verði maður vitni að fordómafullum athugasemdum. „Við eigum tvö blönduð börn og þetta er ekki eitthvað sem ég vil bjóða þeim upp á,“ segir Móey í samtali við Vísi. David segir mikilvægt að fólk gæti að viðhorfi sínu til allra innflytjenda, ekki bara svartra. „Það er allt í lagi að vera forvitinn. En komið samt kurteisislega fram,“ segir David.
Kynþáttafordómar Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira