„Þeir sem að stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 16:54 Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með dómgæsluna í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með 4-3 sigur gegn Blikum. Rúnar fór yfir árangurinn hjá liðinu og talaði um ákvörðun félagsins að hafa hann ekki áfram sem þjálfara liðsins. „Ég var brjálaður í hálfleik yfir dómgæslunni. Við áttum að fá víti og rautt spjald sem ég held að hafi verið hundrað prósent. Ég var pirraður út í strákana að sýna ekki meiri hörku og þeir komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Við áttum þennan sigur skilið fannst mér. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Auðvitað var smá heppni að pota inn tveimur mörkum í restina en við vorum búnir að hóta þessu.“ Klippa: Ég er ósáttur við það Rúnar var ekki sáttur með dómarann en hann vildi fá víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. „Við vorum búnir að tala um þetta fyrir mót að þegar að leikmenn komast í gegn og ná skoti eru síðan klipptir niður í kjölfarið ættu menn að fá víti. Hann hoppaði á eftir honum og takkarnir í gegnum leikmanninn og þetta var stórhættulegt. Ef einhver ætlar að segja að þetta sé ekki víti og rautt þá veit ég ekki hvað fótbolti er.“ KR hefur gefið það út að Rúnar Kristinsson verði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili en hvað finnst Rúnari um það? „Mér getur ekki fundist neitt um það. Ég hef verið hér í sex ár og gert mitt besta og hef alltaf gert það. Ákvörðun stjórnar er að ekki framlengja ekki við mig og þar við situr.“ „Þeir verða að eiga það við sjálfan sig hvað þeir vilja sjá og hvaða árangri þeir vilja ná. Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir og hér hefur það ekki verið gert. Hér höfum við ekki fengið nægilega mikið fjármagn til þess að búa til leikmenn og ég missti leikmann í sumarglugganum þegar að ég vildi fá leikmann. Önnur lið sem voru í samkeppni við okkur voru að fá 2-3 leikmenn eins og FH en við fengum engan.“ „Það hafa fullt af ungum leikmönnum fengið tækifæri hjá okkur og það hefur gerst fyrir tilviljun. Það hefur ekki verið skýr leið í því sem við höfum verið að fara og ég er ósáttur við það.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði í viðtali að árangri KR hafi óásættanlegur en hefur Rúnar fengið þann stuðning sem hann þurfti. „Ef þú horfir á leikmannahópinn okkar og skoðar spár fyrir mót þá eru þær bara þarna 5-6 sæti. Það hefði verið mikið afrek að koma þessu liði í Evrópukeppni. Við erum öruggir í sjötta sæti en gætum lent í fimmta en það skiptir ekki máli. Hópurinn er þunnur og við höfum verið óheppnir með meiðsli líka.“ „Það er oft þannig að þeir sem stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir. Þeir vilja hafa meiri skoðun á hlutunum heldur en að leyfa þjálfaranum að hafa skoðun og velja þá leikmenn sem hann vill hafa og reyna frekar að sækja þá leikmenn sem þjálfarinn vill fá ef að það er hægt. Ef að það er ekki hægt peningalega séð þá verðum við að setja okkur önnur markmið og sætta okkur við önnur sæti en efstu fimm.“ Rúnar Kristinsson fékk blómvönd fyrir leik.Vísir/Hulda Margrét „Engu að síður er ég ánægður með árin mín hér þó ég hefði viljað vinna fleiri titla. En ég geng stoltur frá borði og vonandi tekur einhver öflugur þjálfari við og heldur KR í fremstu röð.“ Rúnar var ekki sammála aðspurður hvort það væri sérstakt að aðstoðarþjálfari hans Ole Martin Nesselquist yrði áfram hjá KR en ekki Rúnar sjálfur. „Alls ekki Ole kom hingað og gerði þriggja ára samning. Við eigum mjög gott samstarf og hann er frábær þjálfari og ég er ánægður með hans störf. Vonandi heldur hann áfram að standa sig jafn vel og hann hefur gert fyrir mig og það er bara spurning með hverjum honum verður boðið að starfa með.“ KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
„Ég var brjálaður í hálfleik yfir dómgæslunni. Við áttum að fá víti og rautt spjald sem ég held að hafi verið hundrað prósent. Ég var pirraður út í strákana að sýna ekki meiri hörku og þeir komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Við áttum þennan sigur skilið fannst mér. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Auðvitað var smá heppni að pota inn tveimur mörkum í restina en við vorum búnir að hóta þessu.“ Klippa: Ég er ósáttur við það Rúnar var ekki sáttur með dómarann en hann vildi fá víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. „Við vorum búnir að tala um þetta fyrir mót að þegar að leikmenn komast í gegn og ná skoti eru síðan klipptir niður í kjölfarið ættu menn að fá víti. Hann hoppaði á eftir honum og takkarnir í gegnum leikmanninn og þetta var stórhættulegt. Ef einhver ætlar að segja að þetta sé ekki víti og rautt þá veit ég ekki hvað fótbolti er.“ KR hefur gefið það út að Rúnar Kristinsson verði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili en hvað finnst Rúnari um það? „Mér getur ekki fundist neitt um það. Ég hef verið hér í sex ár og gert mitt besta og hef alltaf gert það. Ákvörðun stjórnar er að ekki framlengja ekki við mig og þar við situr.“ „Þeir verða að eiga það við sjálfan sig hvað þeir vilja sjá og hvaða árangri þeir vilja ná. Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir og hér hefur það ekki verið gert. Hér höfum við ekki fengið nægilega mikið fjármagn til þess að búa til leikmenn og ég missti leikmann í sumarglugganum þegar að ég vildi fá leikmann. Önnur lið sem voru í samkeppni við okkur voru að fá 2-3 leikmenn eins og FH en við fengum engan.“ „Það hafa fullt af ungum leikmönnum fengið tækifæri hjá okkur og það hefur gerst fyrir tilviljun. Það hefur ekki verið skýr leið í því sem við höfum verið að fara og ég er ósáttur við það.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði í viðtali að árangri KR hafi óásættanlegur en hefur Rúnar fengið þann stuðning sem hann þurfti. „Ef þú horfir á leikmannahópinn okkar og skoðar spár fyrir mót þá eru þær bara þarna 5-6 sæti. Það hefði verið mikið afrek að koma þessu liði í Evrópukeppni. Við erum öruggir í sjötta sæti en gætum lent í fimmta en það skiptir ekki máli. Hópurinn er þunnur og við höfum verið óheppnir með meiðsli líka.“ „Það er oft þannig að þeir sem stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir. Þeir vilja hafa meiri skoðun á hlutunum heldur en að leyfa þjálfaranum að hafa skoðun og velja þá leikmenn sem hann vill hafa og reyna frekar að sækja þá leikmenn sem þjálfarinn vill fá ef að það er hægt. Ef að það er ekki hægt peningalega séð þá verðum við að setja okkur önnur markmið og sætta okkur við önnur sæti en efstu fimm.“ Rúnar Kristinsson fékk blómvönd fyrir leik.Vísir/Hulda Margrét „Engu að síður er ég ánægður með árin mín hér þó ég hefði viljað vinna fleiri titla. En ég geng stoltur frá borði og vonandi tekur einhver öflugur þjálfari við og heldur KR í fremstu röð.“ Rúnar var ekki sammála aðspurður hvort það væri sérstakt að aðstoðarþjálfari hans Ole Martin Nesselquist yrði áfram hjá KR en ekki Rúnar sjálfur. „Alls ekki Ole kom hingað og gerði þriggja ára samning. Við eigum mjög gott samstarf og hann er frábær þjálfari og ég er ánægður með hans störf. Vonandi heldur hann áfram að standa sig jafn vel og hann hefur gert fyrir mig og það er bara spurning með hverjum honum verður boðið að starfa með.“
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð