Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 06:46 Vélin brotlenti við Sauðahnjúk milli Hornbrynju og Hraungarða. Stöð 2 Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira.
Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23