Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 13:11 Khunying Porntip Rojanasunan, segist of reynslumikil til þess að vera miður sín eftir atvikið á Tokyo sushi í Kópavogi. Instagram Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. Þingmaðurinn ræddi atvikið á taílenska þinginu, að því er fram kemur í umfjöllun tailenska miðilsins Bangkok Post. Hún segist finna til með Ara, sem birti myndband af því á Facebook þegar hann rak hana af veitingastaðnum. Sagði Ari að þingmaðurinn hefði skaðað Taíland með störfum sínum. Ari vildi ekki ræða málið við Vísi en áður hafa tailenskir miðlar sagt málið varða andstöðu Rojanasunan við stjórnmálaöfl sem vilji minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „Ég hef upplifað mörg svona atvik, hatur sem byggir á því að við þekkjumst ekki. Ég finn bara til með honum,“ hefur taílenski miðillinn eftir þingmanninum. Hún segist ekki hafa búist við því að atvikið myndi vekja slíka athygli. Þá segir hún Ara hafa rekið sig út af staðnum líkt og hún væri dýr. Hann hafi öskrað á sig bæði á ensku og taílensku. Hún hafi ákveðið að yfirgefa staðinn þegar í stað. „Ef ég hefði verið lengur þá hefði það getað stuðlað að ofbeldi, af því að hann otaði puttanum framan í mig....eins og ég væri svín eða hundur,“ segir þingmaðurinn. Hún segist ekki vera miður sín eftir atvikið, reynslu sinnar vegna. Taíland Kópavogur Veitingastaðir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingmaðurinn ræddi atvikið á taílenska þinginu, að því er fram kemur í umfjöllun tailenska miðilsins Bangkok Post. Hún segist finna til með Ara, sem birti myndband af því á Facebook þegar hann rak hana af veitingastaðnum. Sagði Ari að þingmaðurinn hefði skaðað Taíland með störfum sínum. Ari vildi ekki ræða málið við Vísi en áður hafa tailenskir miðlar sagt málið varða andstöðu Rojanasunan við stjórnmálaöfl sem vilji minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „Ég hef upplifað mörg svona atvik, hatur sem byggir á því að við þekkjumst ekki. Ég finn bara til með honum,“ hefur taílenski miðillinn eftir þingmanninum. Hún segist ekki hafa búist við því að atvikið myndi vekja slíka athygli. Þá segir hún Ara hafa rekið sig út af staðnum líkt og hún væri dýr. Hann hafi öskrað á sig bæði á ensku og taílensku. Hún hafi ákveðið að yfirgefa staðinn þegar í stað. „Ef ég hefði verið lengur þá hefði það getað stuðlað að ofbeldi, af því að hann otaði puttanum framan í mig....eins og ég væri svín eða hundur,“ segir þingmaðurinn. Hún segist ekki vera miður sín eftir atvikið, reynslu sinnar vegna.
Taíland Kópavogur Veitingastaðir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira