Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. október 2023 23:14 Eiríkur Búi kveðst fagna fjölbreytileika hugmyndanna. Ein þeirra var að skilti í Breiðholti. Vísir Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira