Þegar tilgangurinn helgar meðalið Högni Elfar Gylfason skrifar 4. október 2023 10:01 Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar