Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 07:00 Lausagöngufé í Heimaey hefur gert suma íbúa Vestmanneyjabæjar langþreytta. Féið er til að mynda sagt borða sumarblóm fólks Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. „Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni. Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
„Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni.
Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira