Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2023 12:30 Fyrsta stopp Svíþjóð og þaðan til Taílands. Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið. En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira