Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 10:47 Eiðistorg er verslunarkjarni á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla. Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla.
Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira