Er ekki kominn tími á aðra nálgun? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun