„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 21:59 Jóhann Þór var daufur í dálkinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. „Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
„Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn