„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2023 22:15 Gamlar myndir af bensínstöðvunum fjórum. Efri til vinstri er stöðin á Laugavegi, Skógarhlíð er efri til hægri, í niðri í vinstra horni er stöðin við Ægisíðu og þar við hliðina á er Háaleitisbrautin. Ártölin vísa til byggingarára hverrar bensínstöðvar fyrir sig. Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Bensínstöðvarnar fjórar sem Borgarsögusafn leggur til að verði settar í sérstakan rauðan verndarflokk eru bensínstöð við Ægisíðu, Laugaveg, Skógarhlíð og Háaleitisbraut. Í öllum tilvikum er vísað til vandaðrar og fágætrar byggingarlistar sem einkennir stöðvarhúsin. Bensínstöðvarnar eru áratugagamlar og eru allar á lóðum þar sem byggja á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, samkvæmt stefnu borgarinnar um að fækka bensínstöðvum. Sérstök óvissa hefur ríkt um Ægisíðustöðina. „Ég er búin að vera hérna í fimm og hálft ár og það er búið að vera að tala um að það eigi að fara að loka síðan ég byrjaði og víst löngu áður líka, þannig að það er mikil óvissa með þetta,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, stöðvarstjóri á N1 við Ægisíðu. Þyrfti að skvera stöðina verulega upp Tillaga Borgarsögusafns felur í sér að stöðvarnar fjórar fái svokallaða hverfisvernd. Þannig verði meðal annars sérstök aðgát höfð við hvers kyns breytingar og mælst til þess að útlit verði fært til upprunalegs horfs. Ljóst er að Ægisíðustöðin má muna sinn fífil fegurri. „Og ekki bætti úr skák að hérna kom trukkur um daginn, fyrir nokkrum vikum og keyrði niður skyggnið hjá okkur og það er nú verið að laga það núna. Það þyrfti þá að skvera hana til ef hún á að vera hérna lengur. En það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna,“ segir Steinar. En aftur að heildarmyndinni. Bensínstöðin við Laugaveg nýtur auk þess þeirrar sérstöðu að vera elsta bensínstöð sem enn stendur í borginni, hún var byggð árið 1946 - og er jafnframt sögusvið hinna ódauðlegu sjónvarpsþátta Næturvaktarinnar, sem hlýtur að auka enn á varðveislugildi stöðvarinnar. Verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar nýjar forsendur Framtíðaruppbygging þarna við Laugaveg og í Skógarhlíð hefur hingað til tekið mið af verndun, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs. En verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar væru glænýjar forsendur. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Það eru ekki konkret tillögur á borðinu sem þarf að breyta sérstaklega eins og staðan er núna en við vitum að það myndi takmarka uppbygingu á þessum lóðum. Myndi í rauninni þá gera það að verkum að það væri kannski ekki hægt að halda í þá uppbyggingu sem lagt var upp með,“ segir Dóra Björt. Hún leggur þó áherslu á að enn sé ótímabært að segja nokkuð til um framtíð lóðanna með vissu. Þá á skýrsla Borgarsögusafns eftir að fara í gegnum ýmiss konar stjórnsýslu og talsverður tími í að endanleg niðurstaða fáist í málið. Reykjavík Bensín og olía Skipulag Stjórnsýsla Húsavernd Tengdar fréttir Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50 Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bensínstöðvarnar fjórar sem Borgarsögusafn leggur til að verði settar í sérstakan rauðan verndarflokk eru bensínstöð við Ægisíðu, Laugaveg, Skógarhlíð og Háaleitisbraut. Í öllum tilvikum er vísað til vandaðrar og fágætrar byggingarlistar sem einkennir stöðvarhúsin. Bensínstöðvarnar eru áratugagamlar og eru allar á lóðum þar sem byggja á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, samkvæmt stefnu borgarinnar um að fækka bensínstöðvum. Sérstök óvissa hefur ríkt um Ægisíðustöðina. „Ég er búin að vera hérna í fimm og hálft ár og það er búið að vera að tala um að það eigi að fara að loka síðan ég byrjaði og víst löngu áður líka, þannig að það er mikil óvissa með þetta,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, stöðvarstjóri á N1 við Ægisíðu. Þyrfti að skvera stöðina verulega upp Tillaga Borgarsögusafns felur í sér að stöðvarnar fjórar fái svokallaða hverfisvernd. Þannig verði meðal annars sérstök aðgát höfð við hvers kyns breytingar og mælst til þess að útlit verði fært til upprunalegs horfs. Ljóst er að Ægisíðustöðin má muna sinn fífil fegurri. „Og ekki bætti úr skák að hérna kom trukkur um daginn, fyrir nokkrum vikum og keyrði niður skyggnið hjá okkur og það er nú verið að laga það núna. Það þyrfti þá að skvera hana til ef hún á að vera hérna lengur. En það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna,“ segir Steinar. En aftur að heildarmyndinni. Bensínstöðin við Laugaveg nýtur auk þess þeirrar sérstöðu að vera elsta bensínstöð sem enn stendur í borginni, hún var byggð árið 1946 - og er jafnframt sögusvið hinna ódauðlegu sjónvarpsþátta Næturvaktarinnar, sem hlýtur að auka enn á varðveislugildi stöðvarinnar. Verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar nýjar forsendur Framtíðaruppbygging þarna við Laugaveg og í Skógarhlíð hefur hingað til tekið mið af verndun, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs. En verndun Ægisíðu og Háaleitisbrautar væru glænýjar forsendur. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Arnar „Það eru ekki konkret tillögur á borðinu sem þarf að breyta sérstaklega eins og staðan er núna en við vitum að það myndi takmarka uppbygingu á þessum lóðum. Myndi í rauninni þá gera það að verkum að það væri kannski ekki hægt að halda í þá uppbyggingu sem lagt var upp með,“ segir Dóra Björt. Hún leggur þó áherslu á að enn sé ótímabært að segja nokkuð til um framtíð lóðanna með vissu. Þá á skýrsla Borgarsögusafns eftir að fara í gegnum ýmiss konar stjórnsýslu og talsverður tími í að endanleg niðurstaða fáist í málið.
Reykjavík Bensín og olía Skipulag Stjórnsýsla Húsavernd Tengdar fréttir Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50 Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9. september 2023 18:50
Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01
Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18