Bankaránið mikla Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 6. október 2023 10:30 15 ár og 15.000 heimili Fjárhagslegar afleiðingar þess að missa heimili sitt eru skelfilegar en það voru ekki bara fjármunir og eignir sem var stolið af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu. Eins og þessi frásögn sem er birt með góðfúslegu leyfi eins af tugþúsundum fórnarlamba bankaránsins mikla, sýnir fram á. „Árið 2015 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Maðurinn minn var í húsinu á meðan á uppboðinu stóð. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá bankahruninu sem með réttu ætti að kallast bankaránið. Bankahrunið 2008 átti sér ekki stað án aðdraganda og í dag erum við stödd í samskonar aðdraganda. Staðan er ekki eins, en líkindin eru mikil ef grannt er skoðað, of mikil til að hægt sé að ræða um tilviljanir eða óviljaverk. Á árunum fyrir hrunið 2008 lifði fólk á Íslandi í þeirri sælu trú að allt væri í lukkunnar velstandi og að fjármálafólkið „okkar“ væri klárasta fólk í heimi. Vissulega voru þeir til sem horfðu vantrúar augum á ástandið og töldu eitthvað bogið við þetta allt saman, og þetta fólk var fleira en við höldum, en það hvarflaði ekki að neinu þeirra að staðan væri jafn slæm og raun bar vitni, og það hvarflaði ekki að neinum að afleiðingarnar yrðu jafn hrikalegar og þær urðu. Gert var miskunnarlaust grín að þeim „hjáróma röddum“ sem reyndu að benda á að dæmið gengi ekki upp, og þeim jafnvel bent á að setjast aftur á skólabekk, því þeir hefðu ekkert vit á því sem þeir væru að tala um. Í því tilfelli var reyndar um að ræða hámenntaðan danskan hagfræðing, en hrokinn var svo mikill í ráðamönnum þess tíma að þeir gerðu bara grín að varnaðarorðum hans. Þegar litið er til baka spyr maður sig óneitanlega, hvað allt hefði getað verið betra, ef íslenskir ráðamenn hefðu búið yfir smá auðmýkt í stað þess að taka bara glaðir þátt í veislunni. Hefðu 15.000 fjölskyldur misst heimili sitt? Einfalda svarið við því ætti að vera nei, en er samt flóknara en svo því þar spiluðu fleiri þættir inn í. Þetta var þá, en hvað með nú? Núna eru bankarnir ekki í eigu „útrásarvíkinga“. Ríkið á tæplega helminginn í bönkunum, en hinn helmingurinn er í höndum „fjárfesta“ og „sjóða“ sem erfitt er að festa hönd á hverjir eiga nema að litlu leiti og sennilega lítill munur á þeim og „útrásarvíkingunum“ og jafnvel um sama fólkið að ræða. Lífeyrissjóðirnir eiga jú stóra hluti, en þar sem stefna þeirra er að skipta sér lítið að rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, er engin vörn í þeim ákveði fjárfestar að gera einhverjar rósir, eigi þeir nægilega stóra hluti til þess að vera ráðandi. Dags daglega eru bankarnir reknir eftir vægðarlausri og hárri „arðsemiskröfu“ sem þeir svífast einskis til að ná. Ástandið núna er augljóslega ekki í lagi eins og við héldum fyrir hrun. Það blasir við í blússandi verðbólgu sem ekki lækkar, enda er í raun engin að reyna að lækka hana. Til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu um að í raun sé ekki verið að reyna að sigrast á verðbólgunni skulum við skoða aðeins forsögu hennar og þá sem eru að hagnast á henni. „Ó þetta er indæl verðbólga“ Einu sinni var sungið í revíu „Ó þetta er indælt stríð“ því, eins og kunnugt er þá var Seinni heimstyrjöldin „góð“ fyrir Ísland, því þá fyrst fór efnahagur okkar að blómstra. Eins dauði er annars brauð, og það átti við þá og það á svo sannarlega við í dag. Á meðan þungum byrðum er velt yfir á heimili og smærri fyrirtæki er veisla, í líkingu við þá sem var í gangi 2007, hjá þeim sem ráða yfir fjármunum og fyrirtækjum. Afkoma stórra inn- og útflutningsfyrirtækja, smásala og heildsala er sú besta í áraraðir m.a. vegna verðbólgunnar, fyrirtæki á matvörmarkaði hagnast sem aldrei fyrr og ferðaþjónustan malar gull. Auk þess sem bankar og lífeyrissjóðir fitna eins og púkinn á fjósbitanum vegna verðbólgunnar enda er fjármunum heimilanna beint til þeirra, með fullri blessun ríkisstjórnarinnar, í bílförmun sem koma á færibandi. Meira að segja hagur ríkissjóðs er betri en annars vegna verðbólgunnar, tekjur hans eru hundruðum milljörðum meiri, að góðum hluta vegna hennar. Já það er bláköld staðreynd að ansi margir græða stórkostlega á verðbólgunni og að allt eru þetta aðilar sem geta með beinum og óbeinum hætti haft áhrif á verðbólguna, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar með aðgerðum sínum, því hjá þessum aðilum liggur annað hvort nær allt fjármagn landsins eða stjórnun á vöruverði til neytenda, nema hvort tveggja sé. Aðilarnir sem stjórna fjármagninu eru aðilarnir sem græða á verðbólgunni og hagnast á því að hún sé sem hæst. Enda er það staðreynd að nær ALLAR aðgerðir Seðlabankans hafa verið að hækka stýrivexti, sem gerir ekkert annað en að magna upp verðbólguna og gefa þessum fyrirtækjum skjól til að leggja sífellt þyngri álögur á heimili landsins. Svo ekki sé nú minnst á bankana sem fá fjármuni heimilanna lóðbeint til sín án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ein mesta tekju og eignatilfærsla síðari áratuga er að eiga sér stað beint fyrir framan nefið á okkur. Maðurinn sem stjórnar þessu Það er alltaf sama fólkið sem græðir á Íslandi. Með einum eða öðrum hætti spilast hlutirnir alltaf beint upp í hendurnar á því. Þetta er ekkert svakalega stór hópur en við ætlum ekki að rýna hann í þessari stuttu grein. Við ætlum hins vegar bara að skoða einn lykilmann og feril hans fram til þessa. Þann 7.maí 2008 sagði Ásgeir Jónsson í viðtali á stöð 2 að gagnrýnin á bankana og meinta veika stöðu þeirra væri hysterísk. Hann taldi að heimilin stæðu mögulega niðursveiflu af sér enda væri eigið fé þeirra mikið. Annað átti eftir að koma á daginn. Á þessum sama tíma stóðu yfir ein umfangsmestu efnahagsbrot Íslandssögunnar innan sömu banka og hann var að verja og bankinn sem hann veitti forstöðu greiningardeildar var þar fremstur meðal jafningja. Einnig voru bankarnir, og eigendur þeirra, að taka stórkostlega stöðu gegn íslensku krónunni sem síðar kom í ljós að voru margfaldar skuldbindingar þeirra í erlendri mynt. Afleiðingarnar voru skelfilegar. Ef við skoðum ferilskrá núverandi seðlabankastjóra þá kemur ýmislegt í ljós sem gæti sett hlutina í samhengi og þá vakna ýmsar spurningar. Hefði Seðlabankastjóra t.d. ekki átt að vera ljóst hvaða áhrif miklar og skarpar vaxtalækkanir hefðu á fasteignamarkaðinn, sem hefur hvað mestu áhrifin á verðbólgu á Íslandi, án þess að til mótvægisaðgerða væri gripið, svo sem þrengri lánaskilyrða? Hvaðan kemur Seðlabankastjóri? Ásgeir Jónsson var forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Á þeim tíma framreiddu stjórnmálin og bankarnir eina stærstu fasteignabólu sögunnar fyrir hrun með tilkomu 90% fasteignalána sem síðar urðu 100% lán, mikil líkindi eru með þeirri fasteignabólu sem Seðlabankinn framreiddi með miklum vaxtalækkunum án mótvægisaðgerða í kringum heimsfaraldurinn. Ásgeir vann síðar greiningu á íslenskum húsnæðismarkaði fyrir GAMMA árið 2011 en í kjölfarið hóf fyrirtækið stórfelld uppkaup á íbúðarhúsnæði sem hirt hafði verið af fórnarlömbum hrunsins, sem svo varð grundvöllurinn að stofnun Almenna leigufélagsins, síðar Alma, sem stóð fyrir gengdarlausum hækkunum á leigumarkaði með skelfilegum afleiðingum sem flestir þekkja. Er þetta maður sem við getum treyst til að taka góðar ákvarðanir fyrir okkur öll? Er sagan þannig að við getum litið fram hjá henni og leyft honum að koma þúsundum heimila á vonarvöl? Ekkert fer fyrir heiðarlegri umræðu um raunverulegar orsakir verðbólgu á Íslandi. Verðbólgu sem er innflutt, verðbólgu sem er hagnaðardrifin, verðbólgu sem er klassísk eftirspurnarverðbólga drifin af ferðaþjónustunni og þeim efnameiri og verðbólgu vegna viðvarandi og sívaxandi húsnæðisskorts. Síðast en ekki síst verðbólgu áhrifin af gríðarlegri útlánaþenslu, magnaukningu peninga í umferð og svo áhrif stýrivaxta á verðbólguna sjálfa en gríðarleg hækkun vaxtakostnaðar skuldsettra fyrirtækja rennur auðvitað beint út í verðlag og svo vísitölu. Hið opinbera bætir svo gráu ofan á svart með hækkun opinberra gjalda. Hrikaleg refsistefna Seðlabankans í vaxtamálum nær ekki að vinna á nokkru af þessu. Í það minnsta má benda á fjölmargar aðrar leiðir til að ná lögbundnum markmiðum Seðlabankans gegn verðbólgu. Leiðir sem eru mun sársaukaminni fyrir almenning í landinu. En það var auðvitað ekki tilgangurinn að hlífa almenningi og þá má spyrja sig þeirra spurninga hvort Seðlabankinn vinni eftir lögum í þeim efnum? En söngurinn um ábyrgð launafólks er og verður senn vinsælastur og Seðlabankinn mun halda áfram að svara kalli fjármagnsins frekar en að hlífa almenningi í landinu og halda þannig áfram að vinna gegn lögbundnu hlutverki sínu. Það er dapurlegt að af hafa svo litla trú á æðstu embættismönnum þjóðarinnar en það er ekki annað hægt. Við vitum jú öll hvaðan þeir koma. En hvers vegna í veröldinni fer Seðlabankinn þessa leið? Bíta hærri stýrivextir á Íslandi á innflutta verðbólgu?Nei auðvitað ekki. Stýrivextir á Íslandi hafa engin áhrif á erlendar hækkanir og heimsmarkaðsverð á hrávöru, olíu eða gasi. Bíta stýrivextir á hagnaðardrifna verðbólgu? Nei auðvitað ekki. Hærri stýrivextir hækka kostnað fyrirtækja eins og heimila, en fyrirtækin skulda um tvöfalt meira en heimilin í landinu. Samkvæmt greiningum VR og Samkeppniseftirlitsins þá hefur hagnaður fyrirtækja stóraukist og sömuleiðis framlegðarhlutföll sem þýðir að fyrirtækin hafa sett allan kostnaðarauka, og meira til, út í verðlag. Þannig hafa hærri stýrivextir ýtt undir verðbólgu. Bíta hærri stýrivextir á eftirspurnarverðbólgu? Já og nei. Þeir hafa áhrif á þá sem lítið hafa aukreitis á milli handanna og refsa grimmilega þeim sem veikast standa sem eru tekjulágir og skulda mikið. En þau sem lítið skulda eða eiga fjármagn, þau sem halda uppi einkaneyslunni að stórum hluta finna lítið sem ekkert fyrir hærri stýrivöxtum nema verða líklegri til að spara í stað þess að eyða, en fórnarkostnaðurinn er hryllilegur fyrir þau sem vart eiga í sig og á. En þá að kjarna málsins varðandi eftirspurnarverðbólguna, þar spilar ferðaþjónustan stærstan þáttinn en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja landið okkar í ár með tilheyrandi neyslu, kaupum á vörum og þjónustu, ásamt eftirspurn eftir vinnuafli með tilheyrandi kostnaði og álagi á grunnstoðir samfélagsins. Geta hærri stýrivextir haft áhrif á fjölda ferðamanna til Íslands? Svarið er auðvitað nei. Ekki frekar en að landsmenn fari að velja sér áfangastaði utan landsteinanna út frá stýrivöxtum viðkomandi lands þá gera ferðamenn það ekki sem okkur heimsækja. En leysa hærri stýrivextir húsnæðisvandann og þann gríðarlega húsnæðisskort sem er að byggjast upp? Svarið við því er auðvitað nei. Miklar stýrivaxtahækkanir hafa temprað hækkanir á fasteignamarkaði tímabundið með því að frysta eftirspurnarhiðina. Fáir geta keypt og komist í gegnum greiðslumat. Það sem gerist samhliða þessu er að of dýrt er að byggja vegna hárra vaxta og verktakar hafa ekki kaupendamarkað til að selja. Þetta þýðir að Seðlabankinn er á góðri leið með að botnfrysta húsnæðismarkaðinn, enginn getur keypt og enginn vill byggja. Á sama tíma fjölgar þjóðinni og erlent vinnuafl streymir til landsins til að mæta eftirspurn ferðaþjónustunnar eftir vinnuafli. Einhversstaðar verður allt þetta fólk að búa. Ofan á þetta bætast lóðaskortur og önnur hamlandi vandamál er snúa að pólitíkinni og stjórnsýslunni. Hærri stýrivextir þrýsta upp afborgunum lána og leiguverði sem er reiknað í vísitölu sem aftur er mælikvarði á verðbólgu. Allt of háir vextir hafa því haft þveröfug áhrif á húsnæðismarkaðinn og þegar við ættum að stórauka framboð er hið þveröfuga að gerast. Staðan á húsnæðismarkaði mun því halda áfram að versna. En af hverju skyldi Seðlabankinn hækka og hækka vexti?Nota sama hóstasaftið á öll meinin? Meinin sem hóstasaftið vinnur ekki á. Svarið má finna í rökstuðningi peningastefnunefndar. Rökstuðningi sem lítið fer fyrir en í undirliggjandi skýringum sem fylgt hafa þeim fjórtán stýrivaxtahækkunum, sem á þjóðinni hafa dunið, má lesa svarið. Til að verja fjármagnið! Því hér gangi ekki upp að raunvaxtastig sé neikvætt. Þrátt fyrir að stýrivextir landa sem við berum okkur saman við hafi verið meira og minna neikvæðir síðastliðinn áratug þá skal það sama ekki gilda í litla þjófríkinu Íslandi. Fjármagnið skal fá sitt. Og almenningi skal blæða. Seðlabankastjóri hefur gengið svo langt að hann furðar sig á því af hverju fjármagnseigendur hafi ekki fjölmennt á Austurvelli til að mótmæla of lágum eða neikvæðum vöxtum. Steininn tekur svo úr þegar Seðlabankastjóri fullyrðir að Ísland sé eina Evrópuríkið sem hækkað hefur laun í verðbólgu og allt sé græðgi vinnandi fólks að kenna, í veikri von um að gaslýsa sig frá raunverulegu markmiði sínu. Skilaboðin eru, takið bara verðtryggð lán! Hvað er líkt með þá og nú? Skömmu fyrir síðasta hrun var búin til bóla á fasteignamarkaði þegar boðið var upp á nýja tegund ólöglegra lána og lánaskilyrði víkkuð. Verð á húsnæðismarkaði hækkaði mikið og margir skuldsettu sig sem annars hefðu ekki getað það. Um mitt ár 2019 fóru stýrivextir Seðlabankans fyrst niður fyrir 4%. Þeir lækkuðu svo í gegnum Covid faraldurinn þangað til þeir voru komnir niður í 0,75% í nóvember 2020 og þar voru þeir fram í maí 2021. Þetta var gert án nokkurra mótvægisaðgerða að hálfu Seðlabankans eða ríkisstjórnarinnar, í gegnum Covid, þegar það hlaut öllum að vera ljóst að efnahagsþrengingar í heiminum, sem myndu hafa áhrif á Ísland, myndu fylgja í kjölfarið. Þvílíkt ábyrgðarleysi! Til að bæta gráu ofan á svart voru skilaboðin „að ofan“ þau að þetta lágvaxtastig, væri komið til að vera. Síðan þá hafa stýrivextir tólf faldast. Við skulum ekki ímynda okkur að fólkið sem stjórnar þessu sé illa gefið. Það er að minnsta kosti ekki svona illa gefið. Þetta er einfaldlega það sem á ensku er kallað „set up“. Það er einfaldlega verið að leiða okkur í gildru og þegar saga þeirra sem stjórna þessu er skoðuð ætti það ekki að koma neinum á óvart. Uppskriftin að gríðarlegri eignaupptöku er að búa fyrst til bólu á húsnæðismarkað og setja svo í gang verulega grimmilegar aðgerðir sem valda heimilunum miklum vanda, um leið og reynt er að telja þeim í trú um að verið sé að bjarga þeim. Svo er bara að halla sér aftur og bíða eftir því að kakan bakist svo hægt sé að éta hana, eða að hægt sé að draga aflann að landi, kjósi fólk frekar þá líkingu. Verið að búa til ný fórnarlömb Eftir bankaránið 2008 var fólki talið í trú um að aðgerðir myndu hjálpa þeim. Það var helber og ljót lygi. Varlega áætlað misstu 15.000 fjölskyldur heimili sitt. Ofbeldið gegn þeim hefur haldið áfram allar götur síðan þó ekki sé nema bara vegna þess að ofbeldið sem þær urðu fyrir hefur aldrei verið viðurkennt. Þessar 15.000 fjölskyldur bera enn skömm sem þær eiga ekki og það er bara virkilega sárt og auðmýkjandi að þurfa að sættast við ofbeldi, á meðan gerendunum er stöðugt hampað. Og núna eru þeir að sækja sér ný fórnarlömb. Það fer um okkur aulahrollur þegar við sjáum þau sem búið hafa til vandann lýsa yfir áhyggjum sínum og þykjast leita leiða til að leysa hann. Seðlabankinn, ríkisstjórnin og bankarnir, bjuggu til þensluna og verðbólguna. Aðgerðirnar sem síðan er beitt til að vinna á verðbólgunni eru mikið verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf og þær, ekki verðbólgan, hafa búið til vanda heimilanna. Seðlabankinn þurfti ekki að hækka vexti og alls ekki með þeim grófa hætti sem hann hefur gert. Hafi hann áhyggjur af stöðu heimilanna ætti hann að hætta þessu bulli og draga hratt í land, því þá er búið að leysa vanda heimilanna. Og bankastjórar stóru bankanna þriggja sem einnig hafa lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu fólks sem ræður ekki við stökkbreytta greiðslubyrði lánanna ættu kannski bara að hætta að hækka vextina á lánunum þannig að engin lendi í vandræðum. Bönkunum ber engin skylda til að fylgja eftir vaxtaákvörðunum Seðlabankans, og fyrirtæki sem skila tugum milljarða í hagnað, þurfa ekki að hækka álögur á viðskiptavini sína. Ríkisstjórnin hefði að sjálfsögðu átt að verja heimilin frá upphafi, en hefur ekki gert það á nokkrum stigum málsins. Hún hefði t.d. getað tekið húsnæðisliðinn úr vísitölunni á meðan það skipti máli fyrir verðbólgumælingar, hún hefði getað fryst verðtryggingu á lánum og leigu, hún hefði getað minnkað álögur á t.d. bensín, sett á leigubremsu og svo margt fleira. Hún hefði a.m.k. getað látið svo lítið að skoða það sem aðrar þjóðir eru að gera, eins og t.d. Spánn, sem varði heimilin með þeim hætti að verðbólgan fór niður úr 6% í 2% frá mars og fram til júní á þessu ári. Reynið að ímynda ykkur hvernig lífið væri á Íslandi ef við hefðum ríkisstjórn sem tæki hagsmuni heimilanna fram yfir hagsmuni bankanna. Gildra heimilanna er gullgæs bankanna Það er ömurlegt að finna sig í þeirri stöðu að vara við því að hörmungar vofi yfir þúsundum heimila verði ekkert að gert. Það er enn hægt að snúa af þeirri leið sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru að teyma þjóðina út í en það verður erfiðara með hverri vikunni sem líður að vinda ofan af vandanum sem þau eru að búa til. Verðtryggingin er notuð sem deyfilyf. Fólk finnur fyrir ótrúlegum létti þegar það getur minnkað greiðslubyrði sína á einu bretti með því að skuldbreyta yfir í verðtryggt. Við höfum skrifað gríðarlega mikið um verðtryggð lán í gegnum tíðina og ætlum ekki að endurtaka það allt hér, en þau eru gildra sem fáir munu losna úr aftur og við fullyrðum að til þess sé leikurinn gerður. Verðtryggð lán eru gullgæs bankanna og nú er verið að reka fólk til baka í þau með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum, sem þó munu ekki koma fram fyrr en að nokkrum árum liðnum. Við sáum eftir hrun að þá var enga hjálp að fá fyrir fólk í vanda. Það er í hæsta mæta ólíklegt að breyting verði þar á og hámark bjartsýninnar að halda að bankarnir muni sýna fólki í vanda skilning eða sveigjanleika. Þeir gerðu það ekki þá, þeir gera það ekki núna og þeir munu ekki gera það í nálægri framtíð. Þegar þeir hafa komið önglinum í heimili, munu þeir draga það að landi. 15.000 fjölskyldur bíða enn eftir réttlæti 15 árum síðar. Enn þá láta bæði stjórnvöld og bankar eins og þær hafi ekki verið til, að þetta hafi ekki gerst og að skaði þeirra hafi verið þeim sjálfum að kenna. Fórnarlömbunum er kennt um að hafa „verið í allt of stuttu pilsi“. Hvað munu margir missa heimili sitt þegar bankarnir fara að draga að landi aflann sem nú er verið að setja krókinn í? 15.000 fjölskyldur mega ekki gleymast Í dag eru 15 ár frá bankaráninu mikla. Við höfum bæði fengið ótal frásagnir af því hvernig brotið var á fólki í skjóli stjórnvalda og fellt tár yfir mörgum þeirra. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa verið hunsað af stjórnvöldum. Ekkert af þessu fólki hefur hlotið viðurkenningu á hvernig brotið var á því. Öll hafa þau þurft að bera harm sinn í hljóði og þurft að skammast sín, fyrir að vera fórnarlömb fjárhagslegs ofbeldis. Öll voru þau auðmýkt og mörg þeirra hafa aldrei borið sitt barr síðan. Enn hafa brotin gegn þeim ekki verið viðurkennd og nákvæmlega það sama er að fara að gerast aftur, enda, fyrst hvorki bankarnir, ríkisstjórnin, sýslumenn, eða dómstólar, hafa þurft að horfast í augu við brot sín gagnvart öllum þessum þúsundum, er ekkert því til fyrirstöðu að þau endurtaki leikinn. Fjárhagslegar afleiðingar eru skelfilegar en það var ekki bara stolið fjármunum og eignum af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu, við uppfærum hér söguna sem við byrjuðum á en hún gæti litið svona út eftir 8 ár. „Árið 2031 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Maðurinn minn var í húsinu á meðan á uppboðinu stóð. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Hagsmunasamtök heimilanna ætla að bjóða þeim sem vilja heiðra baráttu þessara heimila og sýna þeim samstöðu í kaffi laugardaginn 7. október kl. 14 – 17 í Herkastalanum Suðurlandsbraut 72 Rvík. Fyrrverandi formönnum og stjórnarmönnum samtakanna er sérstaklega boðið og kannski einhverjir fái að taka stuttlega til máls. Við vonumst til að sjá sem flesta af velunnurum og stuðningsmönnum samtakanna um leið og við þéttum raðirnar fyrir baráttuna sem fram undan er. Það er aldrei réttlætanlegt að nota heimilin í fóður fyrir bankanna! Guð blessi Ísland. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
15 ár og 15.000 heimili Fjárhagslegar afleiðingar þess að missa heimili sitt eru skelfilegar en það voru ekki bara fjármunir og eignir sem var stolið af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu. Eins og þessi frásögn sem er birt með góðfúslegu leyfi eins af tugþúsundum fórnarlamba bankaránsins mikla, sýnir fram á. „Árið 2015 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Maðurinn minn var í húsinu á meðan á uppboðinu stóð. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá bankahruninu sem með réttu ætti að kallast bankaránið. Bankahrunið 2008 átti sér ekki stað án aðdraganda og í dag erum við stödd í samskonar aðdraganda. Staðan er ekki eins, en líkindin eru mikil ef grannt er skoðað, of mikil til að hægt sé að ræða um tilviljanir eða óviljaverk. Á árunum fyrir hrunið 2008 lifði fólk á Íslandi í þeirri sælu trú að allt væri í lukkunnar velstandi og að fjármálafólkið „okkar“ væri klárasta fólk í heimi. Vissulega voru þeir til sem horfðu vantrúar augum á ástandið og töldu eitthvað bogið við þetta allt saman, og þetta fólk var fleira en við höldum, en það hvarflaði ekki að neinu þeirra að staðan væri jafn slæm og raun bar vitni, og það hvarflaði ekki að neinum að afleiðingarnar yrðu jafn hrikalegar og þær urðu. Gert var miskunnarlaust grín að þeim „hjáróma röddum“ sem reyndu að benda á að dæmið gengi ekki upp, og þeim jafnvel bent á að setjast aftur á skólabekk, því þeir hefðu ekkert vit á því sem þeir væru að tala um. Í því tilfelli var reyndar um að ræða hámenntaðan danskan hagfræðing, en hrokinn var svo mikill í ráðamönnum þess tíma að þeir gerðu bara grín að varnaðarorðum hans. Þegar litið er til baka spyr maður sig óneitanlega, hvað allt hefði getað verið betra, ef íslenskir ráðamenn hefðu búið yfir smá auðmýkt í stað þess að taka bara glaðir þátt í veislunni. Hefðu 15.000 fjölskyldur misst heimili sitt? Einfalda svarið við því ætti að vera nei, en er samt flóknara en svo því þar spiluðu fleiri þættir inn í. Þetta var þá, en hvað með nú? Núna eru bankarnir ekki í eigu „útrásarvíkinga“. Ríkið á tæplega helminginn í bönkunum, en hinn helmingurinn er í höndum „fjárfesta“ og „sjóða“ sem erfitt er að festa hönd á hverjir eiga nema að litlu leiti og sennilega lítill munur á þeim og „útrásarvíkingunum“ og jafnvel um sama fólkið að ræða. Lífeyrissjóðirnir eiga jú stóra hluti, en þar sem stefna þeirra er að skipta sér lítið að rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, er engin vörn í þeim ákveði fjárfestar að gera einhverjar rósir, eigi þeir nægilega stóra hluti til þess að vera ráðandi. Dags daglega eru bankarnir reknir eftir vægðarlausri og hárri „arðsemiskröfu“ sem þeir svífast einskis til að ná. Ástandið núna er augljóslega ekki í lagi eins og við héldum fyrir hrun. Það blasir við í blússandi verðbólgu sem ekki lækkar, enda er í raun engin að reyna að lækka hana. Til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu um að í raun sé ekki verið að reyna að sigrast á verðbólgunni skulum við skoða aðeins forsögu hennar og þá sem eru að hagnast á henni. „Ó þetta er indæl verðbólga“ Einu sinni var sungið í revíu „Ó þetta er indælt stríð“ því, eins og kunnugt er þá var Seinni heimstyrjöldin „góð“ fyrir Ísland, því þá fyrst fór efnahagur okkar að blómstra. Eins dauði er annars brauð, og það átti við þá og það á svo sannarlega við í dag. Á meðan þungum byrðum er velt yfir á heimili og smærri fyrirtæki er veisla, í líkingu við þá sem var í gangi 2007, hjá þeim sem ráða yfir fjármunum og fyrirtækjum. Afkoma stórra inn- og útflutningsfyrirtækja, smásala og heildsala er sú besta í áraraðir m.a. vegna verðbólgunnar, fyrirtæki á matvörmarkaði hagnast sem aldrei fyrr og ferðaþjónustan malar gull. Auk þess sem bankar og lífeyrissjóðir fitna eins og púkinn á fjósbitanum vegna verðbólgunnar enda er fjármunum heimilanna beint til þeirra, með fullri blessun ríkisstjórnarinnar, í bílförmun sem koma á færibandi. Meira að segja hagur ríkissjóðs er betri en annars vegna verðbólgunnar, tekjur hans eru hundruðum milljörðum meiri, að góðum hluta vegna hennar. Já það er bláköld staðreynd að ansi margir græða stórkostlega á verðbólgunni og að allt eru þetta aðilar sem geta með beinum og óbeinum hætti haft áhrif á verðbólguna, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar með aðgerðum sínum, því hjá þessum aðilum liggur annað hvort nær allt fjármagn landsins eða stjórnun á vöruverði til neytenda, nema hvort tveggja sé. Aðilarnir sem stjórna fjármagninu eru aðilarnir sem græða á verðbólgunni og hagnast á því að hún sé sem hæst. Enda er það staðreynd að nær ALLAR aðgerðir Seðlabankans hafa verið að hækka stýrivexti, sem gerir ekkert annað en að magna upp verðbólguna og gefa þessum fyrirtækjum skjól til að leggja sífellt þyngri álögur á heimili landsins. Svo ekki sé nú minnst á bankana sem fá fjármuni heimilanna lóðbeint til sín án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ein mesta tekju og eignatilfærsla síðari áratuga er að eiga sér stað beint fyrir framan nefið á okkur. Maðurinn sem stjórnar þessu Það er alltaf sama fólkið sem græðir á Íslandi. Með einum eða öðrum hætti spilast hlutirnir alltaf beint upp í hendurnar á því. Þetta er ekkert svakalega stór hópur en við ætlum ekki að rýna hann í þessari stuttu grein. Við ætlum hins vegar bara að skoða einn lykilmann og feril hans fram til þessa. Þann 7.maí 2008 sagði Ásgeir Jónsson í viðtali á stöð 2 að gagnrýnin á bankana og meinta veika stöðu þeirra væri hysterísk. Hann taldi að heimilin stæðu mögulega niðursveiflu af sér enda væri eigið fé þeirra mikið. Annað átti eftir að koma á daginn. Á þessum sama tíma stóðu yfir ein umfangsmestu efnahagsbrot Íslandssögunnar innan sömu banka og hann var að verja og bankinn sem hann veitti forstöðu greiningardeildar var þar fremstur meðal jafningja. Einnig voru bankarnir, og eigendur þeirra, að taka stórkostlega stöðu gegn íslensku krónunni sem síðar kom í ljós að voru margfaldar skuldbindingar þeirra í erlendri mynt. Afleiðingarnar voru skelfilegar. Ef við skoðum ferilskrá núverandi seðlabankastjóra þá kemur ýmislegt í ljós sem gæti sett hlutina í samhengi og þá vakna ýmsar spurningar. Hefði Seðlabankastjóra t.d. ekki átt að vera ljóst hvaða áhrif miklar og skarpar vaxtalækkanir hefðu á fasteignamarkaðinn, sem hefur hvað mestu áhrifin á verðbólgu á Íslandi, án þess að til mótvægisaðgerða væri gripið, svo sem þrengri lánaskilyrða? Hvaðan kemur Seðlabankastjóri? Ásgeir Jónsson var forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Á þeim tíma framreiddu stjórnmálin og bankarnir eina stærstu fasteignabólu sögunnar fyrir hrun með tilkomu 90% fasteignalána sem síðar urðu 100% lán, mikil líkindi eru með þeirri fasteignabólu sem Seðlabankinn framreiddi með miklum vaxtalækkunum án mótvægisaðgerða í kringum heimsfaraldurinn. Ásgeir vann síðar greiningu á íslenskum húsnæðismarkaði fyrir GAMMA árið 2011 en í kjölfarið hóf fyrirtækið stórfelld uppkaup á íbúðarhúsnæði sem hirt hafði verið af fórnarlömbum hrunsins, sem svo varð grundvöllurinn að stofnun Almenna leigufélagsins, síðar Alma, sem stóð fyrir gengdarlausum hækkunum á leigumarkaði með skelfilegum afleiðingum sem flestir þekkja. Er þetta maður sem við getum treyst til að taka góðar ákvarðanir fyrir okkur öll? Er sagan þannig að við getum litið fram hjá henni og leyft honum að koma þúsundum heimila á vonarvöl? Ekkert fer fyrir heiðarlegri umræðu um raunverulegar orsakir verðbólgu á Íslandi. Verðbólgu sem er innflutt, verðbólgu sem er hagnaðardrifin, verðbólgu sem er klassísk eftirspurnarverðbólga drifin af ferðaþjónustunni og þeim efnameiri og verðbólgu vegna viðvarandi og sívaxandi húsnæðisskorts. Síðast en ekki síst verðbólgu áhrifin af gríðarlegri útlánaþenslu, magnaukningu peninga í umferð og svo áhrif stýrivaxta á verðbólguna sjálfa en gríðarleg hækkun vaxtakostnaðar skuldsettra fyrirtækja rennur auðvitað beint út í verðlag og svo vísitölu. Hið opinbera bætir svo gráu ofan á svart með hækkun opinberra gjalda. Hrikaleg refsistefna Seðlabankans í vaxtamálum nær ekki að vinna á nokkru af þessu. Í það minnsta má benda á fjölmargar aðrar leiðir til að ná lögbundnum markmiðum Seðlabankans gegn verðbólgu. Leiðir sem eru mun sársaukaminni fyrir almenning í landinu. En það var auðvitað ekki tilgangurinn að hlífa almenningi og þá má spyrja sig þeirra spurninga hvort Seðlabankinn vinni eftir lögum í þeim efnum? En söngurinn um ábyrgð launafólks er og verður senn vinsælastur og Seðlabankinn mun halda áfram að svara kalli fjármagnsins frekar en að hlífa almenningi í landinu og halda þannig áfram að vinna gegn lögbundnu hlutverki sínu. Það er dapurlegt að af hafa svo litla trú á æðstu embættismönnum þjóðarinnar en það er ekki annað hægt. Við vitum jú öll hvaðan þeir koma. En hvers vegna í veröldinni fer Seðlabankinn þessa leið? Bíta hærri stýrivextir á Íslandi á innflutta verðbólgu?Nei auðvitað ekki. Stýrivextir á Íslandi hafa engin áhrif á erlendar hækkanir og heimsmarkaðsverð á hrávöru, olíu eða gasi. Bíta stýrivextir á hagnaðardrifna verðbólgu? Nei auðvitað ekki. Hærri stýrivextir hækka kostnað fyrirtækja eins og heimila, en fyrirtækin skulda um tvöfalt meira en heimilin í landinu. Samkvæmt greiningum VR og Samkeppniseftirlitsins þá hefur hagnaður fyrirtækja stóraukist og sömuleiðis framlegðarhlutföll sem þýðir að fyrirtækin hafa sett allan kostnaðarauka, og meira til, út í verðlag. Þannig hafa hærri stýrivextir ýtt undir verðbólgu. Bíta hærri stýrivextir á eftirspurnarverðbólgu? Já og nei. Þeir hafa áhrif á þá sem lítið hafa aukreitis á milli handanna og refsa grimmilega þeim sem veikast standa sem eru tekjulágir og skulda mikið. En þau sem lítið skulda eða eiga fjármagn, þau sem halda uppi einkaneyslunni að stórum hluta finna lítið sem ekkert fyrir hærri stýrivöxtum nema verða líklegri til að spara í stað þess að eyða, en fórnarkostnaðurinn er hryllilegur fyrir þau sem vart eiga í sig og á. En þá að kjarna málsins varðandi eftirspurnarverðbólguna, þar spilar ferðaþjónustan stærstan þáttinn en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja landið okkar í ár með tilheyrandi neyslu, kaupum á vörum og þjónustu, ásamt eftirspurn eftir vinnuafli með tilheyrandi kostnaði og álagi á grunnstoðir samfélagsins. Geta hærri stýrivextir haft áhrif á fjölda ferðamanna til Íslands? Svarið er auðvitað nei. Ekki frekar en að landsmenn fari að velja sér áfangastaði utan landsteinanna út frá stýrivöxtum viðkomandi lands þá gera ferðamenn það ekki sem okkur heimsækja. En leysa hærri stýrivextir húsnæðisvandann og þann gríðarlega húsnæðisskort sem er að byggjast upp? Svarið við því er auðvitað nei. Miklar stýrivaxtahækkanir hafa temprað hækkanir á fasteignamarkaði tímabundið með því að frysta eftirspurnarhiðina. Fáir geta keypt og komist í gegnum greiðslumat. Það sem gerist samhliða þessu er að of dýrt er að byggja vegna hárra vaxta og verktakar hafa ekki kaupendamarkað til að selja. Þetta þýðir að Seðlabankinn er á góðri leið með að botnfrysta húsnæðismarkaðinn, enginn getur keypt og enginn vill byggja. Á sama tíma fjölgar þjóðinni og erlent vinnuafl streymir til landsins til að mæta eftirspurn ferðaþjónustunnar eftir vinnuafli. Einhversstaðar verður allt þetta fólk að búa. Ofan á þetta bætast lóðaskortur og önnur hamlandi vandamál er snúa að pólitíkinni og stjórnsýslunni. Hærri stýrivextir þrýsta upp afborgunum lána og leiguverði sem er reiknað í vísitölu sem aftur er mælikvarði á verðbólgu. Allt of háir vextir hafa því haft þveröfug áhrif á húsnæðismarkaðinn og þegar við ættum að stórauka framboð er hið þveröfuga að gerast. Staðan á húsnæðismarkaði mun því halda áfram að versna. En af hverju skyldi Seðlabankinn hækka og hækka vexti?Nota sama hóstasaftið á öll meinin? Meinin sem hóstasaftið vinnur ekki á. Svarið má finna í rökstuðningi peningastefnunefndar. Rökstuðningi sem lítið fer fyrir en í undirliggjandi skýringum sem fylgt hafa þeim fjórtán stýrivaxtahækkunum, sem á þjóðinni hafa dunið, má lesa svarið. Til að verja fjármagnið! Því hér gangi ekki upp að raunvaxtastig sé neikvætt. Þrátt fyrir að stýrivextir landa sem við berum okkur saman við hafi verið meira og minna neikvæðir síðastliðinn áratug þá skal það sama ekki gilda í litla þjófríkinu Íslandi. Fjármagnið skal fá sitt. Og almenningi skal blæða. Seðlabankastjóri hefur gengið svo langt að hann furðar sig á því af hverju fjármagnseigendur hafi ekki fjölmennt á Austurvelli til að mótmæla of lágum eða neikvæðum vöxtum. Steininn tekur svo úr þegar Seðlabankastjóri fullyrðir að Ísland sé eina Evrópuríkið sem hækkað hefur laun í verðbólgu og allt sé græðgi vinnandi fólks að kenna, í veikri von um að gaslýsa sig frá raunverulegu markmiði sínu. Skilaboðin eru, takið bara verðtryggð lán! Hvað er líkt með þá og nú? Skömmu fyrir síðasta hrun var búin til bóla á fasteignamarkaði þegar boðið var upp á nýja tegund ólöglegra lána og lánaskilyrði víkkuð. Verð á húsnæðismarkaði hækkaði mikið og margir skuldsettu sig sem annars hefðu ekki getað það. Um mitt ár 2019 fóru stýrivextir Seðlabankans fyrst niður fyrir 4%. Þeir lækkuðu svo í gegnum Covid faraldurinn þangað til þeir voru komnir niður í 0,75% í nóvember 2020 og þar voru þeir fram í maí 2021. Þetta var gert án nokkurra mótvægisaðgerða að hálfu Seðlabankans eða ríkisstjórnarinnar, í gegnum Covid, þegar það hlaut öllum að vera ljóst að efnahagsþrengingar í heiminum, sem myndu hafa áhrif á Ísland, myndu fylgja í kjölfarið. Þvílíkt ábyrgðarleysi! Til að bæta gráu ofan á svart voru skilaboðin „að ofan“ þau að þetta lágvaxtastig, væri komið til að vera. Síðan þá hafa stýrivextir tólf faldast. Við skulum ekki ímynda okkur að fólkið sem stjórnar þessu sé illa gefið. Það er að minnsta kosti ekki svona illa gefið. Þetta er einfaldlega það sem á ensku er kallað „set up“. Það er einfaldlega verið að leiða okkur í gildru og þegar saga þeirra sem stjórna þessu er skoðuð ætti það ekki að koma neinum á óvart. Uppskriftin að gríðarlegri eignaupptöku er að búa fyrst til bólu á húsnæðismarkað og setja svo í gang verulega grimmilegar aðgerðir sem valda heimilunum miklum vanda, um leið og reynt er að telja þeim í trú um að verið sé að bjarga þeim. Svo er bara að halla sér aftur og bíða eftir því að kakan bakist svo hægt sé að éta hana, eða að hægt sé að draga aflann að landi, kjósi fólk frekar þá líkingu. Verið að búa til ný fórnarlömb Eftir bankaránið 2008 var fólki talið í trú um að aðgerðir myndu hjálpa þeim. Það var helber og ljót lygi. Varlega áætlað misstu 15.000 fjölskyldur heimili sitt. Ofbeldið gegn þeim hefur haldið áfram allar götur síðan þó ekki sé nema bara vegna þess að ofbeldið sem þær urðu fyrir hefur aldrei verið viðurkennt. Þessar 15.000 fjölskyldur bera enn skömm sem þær eiga ekki og það er bara virkilega sárt og auðmýkjandi að þurfa að sættast við ofbeldi, á meðan gerendunum er stöðugt hampað. Og núna eru þeir að sækja sér ný fórnarlömb. Það fer um okkur aulahrollur þegar við sjáum þau sem búið hafa til vandann lýsa yfir áhyggjum sínum og þykjast leita leiða til að leysa hann. Seðlabankinn, ríkisstjórnin og bankarnir, bjuggu til þensluna og verðbólguna. Aðgerðirnar sem síðan er beitt til að vinna á verðbólgunni eru mikið verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf og þær, ekki verðbólgan, hafa búið til vanda heimilanna. Seðlabankinn þurfti ekki að hækka vexti og alls ekki með þeim grófa hætti sem hann hefur gert. Hafi hann áhyggjur af stöðu heimilanna ætti hann að hætta þessu bulli og draga hratt í land, því þá er búið að leysa vanda heimilanna. Og bankastjórar stóru bankanna þriggja sem einnig hafa lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu fólks sem ræður ekki við stökkbreytta greiðslubyrði lánanna ættu kannski bara að hætta að hækka vextina á lánunum þannig að engin lendi í vandræðum. Bönkunum ber engin skylda til að fylgja eftir vaxtaákvörðunum Seðlabankans, og fyrirtæki sem skila tugum milljarða í hagnað, þurfa ekki að hækka álögur á viðskiptavini sína. Ríkisstjórnin hefði að sjálfsögðu átt að verja heimilin frá upphafi, en hefur ekki gert það á nokkrum stigum málsins. Hún hefði t.d. getað tekið húsnæðisliðinn úr vísitölunni á meðan það skipti máli fyrir verðbólgumælingar, hún hefði getað fryst verðtryggingu á lánum og leigu, hún hefði getað minnkað álögur á t.d. bensín, sett á leigubremsu og svo margt fleira. Hún hefði a.m.k. getað látið svo lítið að skoða það sem aðrar þjóðir eru að gera, eins og t.d. Spánn, sem varði heimilin með þeim hætti að verðbólgan fór niður úr 6% í 2% frá mars og fram til júní á þessu ári. Reynið að ímynda ykkur hvernig lífið væri á Íslandi ef við hefðum ríkisstjórn sem tæki hagsmuni heimilanna fram yfir hagsmuni bankanna. Gildra heimilanna er gullgæs bankanna Það er ömurlegt að finna sig í þeirri stöðu að vara við því að hörmungar vofi yfir þúsundum heimila verði ekkert að gert. Það er enn hægt að snúa af þeirri leið sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru að teyma þjóðina út í en það verður erfiðara með hverri vikunni sem líður að vinda ofan af vandanum sem þau eru að búa til. Verðtryggingin er notuð sem deyfilyf. Fólk finnur fyrir ótrúlegum létti þegar það getur minnkað greiðslubyrði sína á einu bretti með því að skuldbreyta yfir í verðtryggt. Við höfum skrifað gríðarlega mikið um verðtryggð lán í gegnum tíðina og ætlum ekki að endurtaka það allt hér, en þau eru gildra sem fáir munu losna úr aftur og við fullyrðum að til þess sé leikurinn gerður. Verðtryggð lán eru gullgæs bankanna og nú er verið að reka fólk til baka í þau með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum, sem þó munu ekki koma fram fyrr en að nokkrum árum liðnum. Við sáum eftir hrun að þá var enga hjálp að fá fyrir fólk í vanda. Það er í hæsta mæta ólíklegt að breyting verði þar á og hámark bjartsýninnar að halda að bankarnir muni sýna fólki í vanda skilning eða sveigjanleika. Þeir gerðu það ekki þá, þeir gera það ekki núna og þeir munu ekki gera það í nálægri framtíð. Þegar þeir hafa komið önglinum í heimili, munu þeir draga það að landi. 15.000 fjölskyldur bíða enn eftir réttlæti 15 árum síðar. Enn þá láta bæði stjórnvöld og bankar eins og þær hafi ekki verið til, að þetta hafi ekki gerst og að skaði þeirra hafi verið þeim sjálfum að kenna. Fórnarlömbunum er kennt um að hafa „verið í allt of stuttu pilsi“. Hvað munu margir missa heimili sitt þegar bankarnir fara að draga að landi aflann sem nú er verið að setja krókinn í? 15.000 fjölskyldur mega ekki gleymast Í dag eru 15 ár frá bankaráninu mikla. Við höfum bæði fengið ótal frásagnir af því hvernig brotið var á fólki í skjóli stjórnvalda og fellt tár yfir mörgum þeirra. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa verið hunsað af stjórnvöldum. Ekkert af þessu fólki hefur hlotið viðurkenningu á hvernig brotið var á því. Öll hafa þau þurft að bera harm sinn í hljóði og þurft að skammast sín, fyrir að vera fórnarlömb fjárhagslegs ofbeldis. Öll voru þau auðmýkt og mörg þeirra hafa aldrei borið sitt barr síðan. Enn hafa brotin gegn þeim ekki verið viðurkennd og nákvæmlega það sama er að fara að gerast aftur, enda, fyrst hvorki bankarnir, ríkisstjórnin, sýslumenn, eða dómstólar, hafa þurft að horfast í augu við brot sín gagnvart öllum þessum þúsundum, er ekkert því til fyrirstöðu að þau endurtaki leikinn. Fjárhagslegar afleiðingar eru skelfilegar en það var ekki bara stolið fjármunum og eignum af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu, við uppfærum hér söguna sem við byrjuðum á en hún gæti litið svona út eftir 8 ár. „Árið 2031 var húsið okkar selt á nauðungaruppboði en þá vorum við búin að leita allra leiða og búin að gefast upp. Maðurinn minn var í húsinu á meðan á uppboðinu stóð. Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. 1 – 0 fyrir bankanum og íslenskum stjórnamálamönnum. Við töpuðum leiknum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Hagsmunasamtök heimilanna ætla að bjóða þeim sem vilja heiðra baráttu þessara heimila og sýna þeim samstöðu í kaffi laugardaginn 7. október kl. 14 – 17 í Herkastalanum Suðurlandsbraut 72 Rvík. Fyrrverandi formönnum og stjórnarmönnum samtakanna er sérstaklega boðið og kannski einhverjir fái að taka stuttlega til máls. Við vonumst til að sjá sem flesta af velunnurum og stuðningsmönnum samtakanna um leið og við þéttum raðirnar fyrir baráttuna sem fram undan er. Það er aldrei réttlætanlegt að nota heimilin í fóður fyrir bankanna! Guð blessi Ísland. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar