Ísland á möguleika á að vera meðal stærstu þjóða í fiskeldi
![Runar Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá SalMar, sagði að lykillinn í farsælli uppbyggingu fiskeldi sé að fjárfesta í fólki og samfélögum. Fólk þurfi að hafa eitthvað skemmtilegt við að vera eftir vinnu. Það sé ekki nóg að hafa bara vinnu. „Það er mikilvægur liður í samfélagssáttmálanum, ekki bara í Noregi heldur líka á Vestfjörðum.“](https://www.visir.is/i/30CBE999DE42DB5281971C9696B01B1609A75FCA2EE500B137EEC8E22E338644_713x0.jpg)
Ísland gæti orðið fjórða stærsta land í heimi í fiskeldi gangi spá Boston Consulting Group eftir, sagði framkvæmdastjóri hjá SalMar sem er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/7CC8CD080BBCF1864CBA9D00CA4F70BE9763633199471531E5DE51557C9FBDC5_308x200.jpg)
Eldisfyrirtæki þurfa að eiga viðskipti sín á milli um svæði fyrir árið 2028
Læra á af reynslu Norðmanna og Færeyinga af fiskeldi. Þess vegna mun einungis eitt eldisfyrirtæki fá að vera með starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Fyrirtækin hafa til ársins 2028 til að eiga viðskipti sín á milli til að leysa úr stöðunni, upplýsti skrifstofustjóri hjá matvælaráðuneytinu.
![](https://www.visir.is/i/71E494E560412441A8A3886B6806FC3E3524DBC494E3BE1CB1358B1A4112B41B_308x200.jpg)
Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.
![](https://www.visir.is/i/DCC4326BD483816DC70B896989548C160D69DFF93E6CBA5DBC595B08A9793C8E_308x200.jpg)
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi.
![](https://www.visir.is/i/C266EEF2AF5B2DDEC301D834A8A5C3AF894A1167191387C3BADAF840428F2558_308x200.jpg)
Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar.
![](https://www.visir.is/i/17C3633380A3CAFBCA3B0FD36B8069C2D2FE33B1BD8678755F9546D495C18473_308x200.jpg)
Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða
Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100.
![](https://www.visir.is/i/9E47DD72BA6CBF50F06F3D503C07BC3A26A29D153F81A367B2938774EDC2166E_308x200.jpg)
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.