McTominay hetjan á Old Trafford 7. október 2023 16:00 Scott McTominay var hetjan í dag. Alex Livesey/Getty Images Scott McTominay reyndist hetja Manchester United er hann snéri taflinu við gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það var Mathias Jensen sem kom gestunum yfir á 26. mínútu eftir smá vandræðagang í vörn United. Skot hans á markið var nokkuð gott, en líklega hægt að setja spurningamerki við Andre Onana í marki United. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en lengst af leit út fyrir að það myndi ekki ganga. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks að boltinn barst inn á teig þar sem Scot McTominay tók hann niður og fann netið með hnitmiðuðu skoti. Það var svo með síðustu snertingu leiksins sem Scot McTominay var aftur á ferðinni. Liðið fékk þá aukaspyrnu við miðlínuna og boltanum fleygt inn á teig. Harry Maguire skallaði boltann fyrir markið þar sem McTominay var mættur og tryggði heimamönnum dramatískan 2-1 sigur. Manchester United er nú með 12 stig í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki, fimm stigum meira en Brentford sem situr í 14. sæti. Fótbolti Enski boltinn
Scott McTominay reyndist hetja Manchester United er hann snéri taflinu við gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það var Mathias Jensen sem kom gestunum yfir á 26. mínútu eftir smá vandræðagang í vörn United. Skot hans á markið var nokkuð gott, en líklega hægt að setja spurningamerki við Andre Onana í marki United. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en lengst af leit út fyrir að það myndi ekki ganga. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks að boltinn barst inn á teig þar sem Scot McTominay tók hann niður og fann netið með hnitmiðuðu skoti. Það var svo með síðustu snertingu leiksins sem Scot McTominay var aftur á ferðinni. Liðið fékk þá aukaspyrnu við miðlínuna og boltanum fleygt inn á teig. Harry Maguire skallaði boltann fyrir markið þar sem McTominay var mættur og tryggði heimamönnum dramatískan 2-1 sigur. Manchester United er nú með 12 stig í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki, fimm stigum meira en Brentford sem situr í 14. sæti.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti