„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. október 2023 18:28 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu annan leikinn í röð og skilaði sigri annan leikinn í röð. Hann tekur hana varla niður úr þessu, en hann á reyndar nokkrar til skiptanna. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira