Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. október 2023 10:57 Selma Björnsdóttir og Regína Ósk stýrðu árshátíð Rio Tinto á meðan Vök spilaði alla sína slagara í Eldborg. Regína Ósk/Mummi Lú Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin. Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin.
Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira