Ennþá raunveruleiki fyrir ættleiddu börnin okkar Selma Hafsteinsdóttir skrifar 8. október 2023 14:31 Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi. En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan. Á barnaheimilinu bjó hann fyrstu 2 ár ævi sinnar. Þetta var jú mun huggulegra umhverfi en vöggustofan. Það voru allskonar leikföng, litir á veggjum og börnin fóru út að "leika". En stofnana fýlingurinn er sá sami en kannski örlítið mannúðlegri. Sonur minn bjó á litlu barnaheimili. Þar var mjög ströng rútína eins og tíðkast á öllum barnaheimilum. Rútínan er það stíf að börnin lærðu ekki að finna fyrir þorsta, svengd eða fá huggun við grát um nætur. Ég hugsa oft hver huggaði barnið mitt fyrstu 2 árin ef hann skyldi hafa verið að gráta, taka tennur, ef hann var veikur eða bara leið illa, hræddur? mögulega var það enginn og þegar við vorum að byrja að aðlagast hvort öðru fyrstu dagana eftir sameiningu þá tókum við vel eftir því að það var eflaust raunin, honum var ekki sinnt. - Börnin eru lögð í rimlarúm á kvöldin um 18 leytið og ekki tekin upp fyrr en 8:00 um morguninn. Einnig eru þau öll látin leggja sig á daginn frá 12:00-15:00. Dags rútínan: - Börnin eru tekin upp kl 8 og klædd í föt - Þau borða næringasnauðan mat sem hefur ekki þær kröfur að matur sé tyggður, allt er maukað, einfallt, ódýrt. - Þau fara út að "leika" en þar er enginn hlátur, enginn leikur, engin rifrildi eða ágreiningur, börnin eru bara þarna. Þau kunna eflaust ekki að leika sér. - Þau borða hádegismat - Hádegislúr - Seinnipartur fer í að undirbúa háttatíma - Baðstund (í vaski eða sturtu) þau eru böðuð með þvottapoka í stórum baðvaski eða skellt í sturtu, það er sett krem á börnin þannig þau fá snertinguna, sett í náttföt og upp í rimlarúm og slökkt ljósin. Allir dagar eru eins nema starfsfólkið, það eru auðvitað vaktarskipti og starfsfólk klæðist hvítum læknaklæðnaði, allar konur og allar eru eins. Ég finn fyrir mikilli sorg að sonur minn hafi þurft að upplifa fyrstu 2 árin sín þarna. Við höfum þurft að kenna honum allt frá grunni m.a. að finna fyrir svengd, að gráta þegar hann meiðir sig og að það komi alltaf einhver að hugga hann. Við kenndum honum það sem ungabörn læra fyrsta árið sitt að ef það gefur frá sér hljóð þá bregðumst við við hvort sem það sé gleði hljóð, grátur eða hvað það er. Það tók tíma. En það tókst. Í dag er sonur okkar að verða 9 ára. Það eru 7 ár síðan hann bjó á barnaheimili. Afleiðingarnar dílum við við á hverjum degi og eru þær svakalegar og munum við reyna okkar allra besta það sem eftir er að hjálpa honum að lifa með afleiðingunum og takast á við þær svo honum vegni sem best í lífinu. Það sorglega er að skilningurinn í samfélaginu í garð þeirra sem hafa upplifað svona áfall í æsku er sáralítill. Að barn hafi verið tekið af lífmóður og lifað á barnaheimili/stofnun fyrstu mikilvægustu þroskaárin sín er svakalegt áfall og heilinn á þessum börnum er allt öðruvísi víraður en hjá þeim sem alast upp í ást og kærleik, nánd og öryggi. Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum. Eitt af því sem ég gjörsamlega brenn fyrir er að fá þennan skilning og að kerfið hérna taki utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur. taka skal fram að ef þú fæðir barn þá fá foreldrar ungbarnavernd heim til sín, skimað er eftir fæðingarþunglyndi ofl. Allskonar dásamleg aðstoð er í boði fyrir foreldrana og börnin. En þegar þú ættleiðir barn og kemur til landsins þá er barnið formlega orðið íslendingur 2 ára og eldra (flest eru mun eldri en 2 ára) þegar þau koma til landsins þá eru þau komin á byrjunarreit. það er ENGIN skimun um ættleiðingarþunglyndi þó svo það sé um 40% algengara en fæðingarþunglyndi. Ekkert eftirlit hvernig foreldrum og barni vegnar og ekkert pælt í þessu þegar þú ert komin með ættleidda barnið þitt heim. Það ætti klárlega að vera þannig í lögum að þegar þú kemur með ættleitt barn til landsins þá er X þjónusta í boði. - Barnið ætti að fá ósjálfrátt stuðning á leik- og grunnskóla án þess að þurfa að sækja um það og án þess að þurfa sérstaka greiningu. - Barnið ætti að fá að komast strax inn á barna og greiningarmiðstöð þar sem við vitum staðreyndir að barnið hefur upplifað a.m.k. 3 áföll í æsku og tengslarof. Tengslarof og ADHD og einhverfa helst í hendur einkennislega séð þannig það ætti bara að auðvelda þetta fyrir alla að þurfa ekki að berjast fyrir því að fá greiningu. - Barnið og foreldrar ættu að hafa greiðan aðgang og niðurgreiðslu að sálfræði eða fjölskyldufræðing til að aðstoða. Ég vona svo innilega að með opnun á þessari umræðu að samfélagið taki betur utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi. En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan. Á barnaheimilinu bjó hann fyrstu 2 ár ævi sinnar. Þetta var jú mun huggulegra umhverfi en vöggustofan. Það voru allskonar leikföng, litir á veggjum og börnin fóru út að "leika". En stofnana fýlingurinn er sá sami en kannski örlítið mannúðlegri. Sonur minn bjó á litlu barnaheimili. Þar var mjög ströng rútína eins og tíðkast á öllum barnaheimilum. Rútínan er það stíf að börnin lærðu ekki að finna fyrir þorsta, svengd eða fá huggun við grát um nætur. Ég hugsa oft hver huggaði barnið mitt fyrstu 2 árin ef hann skyldi hafa verið að gráta, taka tennur, ef hann var veikur eða bara leið illa, hræddur? mögulega var það enginn og þegar við vorum að byrja að aðlagast hvort öðru fyrstu dagana eftir sameiningu þá tókum við vel eftir því að það var eflaust raunin, honum var ekki sinnt. - Börnin eru lögð í rimlarúm á kvöldin um 18 leytið og ekki tekin upp fyrr en 8:00 um morguninn. Einnig eru þau öll látin leggja sig á daginn frá 12:00-15:00. Dags rútínan: - Börnin eru tekin upp kl 8 og klædd í föt - Þau borða næringasnauðan mat sem hefur ekki þær kröfur að matur sé tyggður, allt er maukað, einfallt, ódýrt. - Þau fara út að "leika" en þar er enginn hlátur, enginn leikur, engin rifrildi eða ágreiningur, börnin eru bara þarna. Þau kunna eflaust ekki að leika sér. - Þau borða hádegismat - Hádegislúr - Seinnipartur fer í að undirbúa háttatíma - Baðstund (í vaski eða sturtu) þau eru böðuð með þvottapoka í stórum baðvaski eða skellt í sturtu, það er sett krem á börnin þannig þau fá snertinguna, sett í náttföt og upp í rimlarúm og slökkt ljósin. Allir dagar eru eins nema starfsfólkið, það eru auðvitað vaktarskipti og starfsfólk klæðist hvítum læknaklæðnaði, allar konur og allar eru eins. Ég finn fyrir mikilli sorg að sonur minn hafi þurft að upplifa fyrstu 2 árin sín þarna. Við höfum þurft að kenna honum allt frá grunni m.a. að finna fyrir svengd, að gráta þegar hann meiðir sig og að það komi alltaf einhver að hugga hann. Við kenndum honum það sem ungabörn læra fyrsta árið sitt að ef það gefur frá sér hljóð þá bregðumst við við hvort sem það sé gleði hljóð, grátur eða hvað það er. Það tók tíma. En það tókst. Í dag er sonur okkar að verða 9 ára. Það eru 7 ár síðan hann bjó á barnaheimili. Afleiðingarnar dílum við við á hverjum degi og eru þær svakalegar og munum við reyna okkar allra besta það sem eftir er að hjálpa honum að lifa með afleiðingunum og takast á við þær svo honum vegni sem best í lífinu. Það sorglega er að skilningurinn í samfélaginu í garð þeirra sem hafa upplifað svona áfall í æsku er sáralítill. Að barn hafi verið tekið af lífmóður og lifað á barnaheimili/stofnun fyrstu mikilvægustu þroskaárin sín er svakalegt áfall og heilinn á þessum börnum er allt öðruvísi víraður en hjá þeim sem alast upp í ást og kærleik, nánd og öryggi. Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum. Eitt af því sem ég gjörsamlega brenn fyrir er að fá þennan skilning og að kerfið hérna taki utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur. taka skal fram að ef þú fæðir barn þá fá foreldrar ungbarnavernd heim til sín, skimað er eftir fæðingarþunglyndi ofl. Allskonar dásamleg aðstoð er í boði fyrir foreldrana og börnin. En þegar þú ættleiðir barn og kemur til landsins þá er barnið formlega orðið íslendingur 2 ára og eldra (flest eru mun eldri en 2 ára) þegar þau koma til landsins þá eru þau komin á byrjunarreit. það er ENGIN skimun um ættleiðingarþunglyndi þó svo það sé um 40% algengara en fæðingarþunglyndi. Ekkert eftirlit hvernig foreldrum og barni vegnar og ekkert pælt í þessu þegar þú ert komin með ættleidda barnið þitt heim. Það ætti klárlega að vera þannig í lögum að þegar þú kemur með ættleitt barn til landsins þá er X þjónusta í boði. - Barnið ætti að fá ósjálfrátt stuðning á leik- og grunnskóla án þess að þurfa að sækja um það og án þess að þurfa sérstaka greiningu. - Barnið ætti að fá að komast strax inn á barna og greiningarmiðstöð þar sem við vitum staðreyndir að barnið hefur upplifað a.m.k. 3 áföll í æsku og tengslarof. Tengslarof og ADHD og einhverfa helst í hendur einkennislega séð þannig það ætti bara að auðvelda þetta fyrir alla að þurfa ekki að berjast fyrir því að fá greiningu. - Barnið og foreldrar ættu að hafa greiðan aðgang og niðurgreiðslu að sálfræði eða fjölskyldufræðing til að aðstoða. Ég vona svo innilega að með opnun á þessari umræðu að samfélagið taki betur utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur þeirra.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun