Enn um lýðræði og jaðarsetningu þess Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar