„Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 22:00 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. „Ég sem Palestínumaður, auðvitað fagna ég þessu. Af því að það er enginn, úti um allan heim, sem er að taka upp mál Palestínumanna. Palestínumenn hafa upplifað mannréttindabrot í tugi ára, fólkið á Gasasvæðinu eru í stærsta fangelsi í heimi og komast hvergi, það er verið að skammta því vatn, rafmagn, matarvörur og eitthvað svona,“ sagði Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og meiðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, sem flutti hingað til lands þegar hún var sextán ára. Hún var til viðtals í Kastljósi á Ríkissjónvarpinu ásamt Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni utanríkismálanefndar. Vaktin: Átök Hamas og Ísraels Þar sagðist Falasteen óttast afleiðingar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael um helgina. „Því við vitum það að þetta er tækifæri fyrir forsætisráðherra Ísraels núna, til að útrýma Palestínumönnum,“ sagði Falasteen. Baldvin Þór Bergsson greip ummæli Falasteen á lofti og óskaði eftir nánari skýringum: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður. Hverju?“ „Það er verið að drepa Palestínumenn dags daglega. Allt í einu er einhver sem getur gert eitthvað, og maður bara: „Hvernig gerðist þetta?“ Ég er stríðsbarn, ég er fædd og uppalin í stríði. Það er svo mikil niðurlæging. Og við teljum okkur vera forréttindabörn, sem erum fædd og uppalin í Jerúsalem, af því að það er ekki eins mikil niðurlæging og er á Gasa,“ sagði Falasteen. Hún hafi þó ekki kynnst raunverulegum mannréttindum fyrr en á Íslandi. „Þá veit maður að það er allt rangt sem er að gerast þarna niðurfrá,“ sagði Falasteen. Brugðið yfir orðum Falasteen Eftir þetta kvaddi Diljá Mist sér hljóðs. „Bara svo það gæti einskis misskilnings, þá er Falasteen varla að fagna fjöldamorði á saklausum borgurum,“ sagði Diljá í spurnartón. „Ég fagna því að það sé einhver að gera árás á landtökufólkið,“ svaraði Falasteen. „Guð minn góður,“ hváði Diljá Mist þá, og sagðist hafa talið sig vera að misskilja og bætti við að sér væri verulega brugðið yfir orðum Falasteen. Diljá sagði málflutning Falasteen minna á orðræðu Írana, sem hafi fagnað árásinni. „Við munum líka eftir því að eftir árásirnar á Tvíburaturnana þá fagnaði hópur fólks um alla veröld þessum hryllilegu hermdarverkum,“ sagði Diljá. Falasteen svaraði því til að ekki væri um samanburðarhæfa atburði að ræða. Palestínumenn berjist fyrir frelsi sínu Síðar í þættinum sagði Diljá að Íslendingar hlytu að sameinast um að fordæma grimmdarverk sem framin væru gagnvart ungu fólki sem væri að skemmta sér og saklausum borgurum. „Og minna um margt á slátrunina sem fór fram í Útey [í Noregi] fyrir ekki alls löngu síðan, þó að þetta sé reyndar þrefalt magn borgara sem var tekið af lífi, og átti sér engrar undankomu auðið.“ Falasteen spurði þá hvort enginn ætlaði að fordæma framgöngu Ísraels, og hvort Ísraelsmenn væru ekki að gera það sama nú í kjölfar árásar Hamas um helgina. „Ég er þeirrar skoðunar að eitt ódæðisverk réttlæti ekki annað, og mér finnst fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði á börnum og ungmennum,“ sagði Diljá. Falasteen áréttaði þá að hún væri ekki að fagna morðum. Diljá svaraði því til að mikilvægt og gott væri að hafa fengið það leiðrétt. „Ég er enginn morðingi, og enginn hryðjuverkamaður. Palestínumenn eru ekki að fagna morði á fólki. En Palestínumenn eru að berjast fyrir sínu tjáningarfrelsi og frelsi, og að komast út úr þessu stóra fangelsi,“ sagði Falasteen. Engin lausn í sjónmáli Síðar í þættinum var Falasteen spurð hvort hún sæi einhverja lausn í sjónmáli. Því svaraði hún neitandi. „Það eina sem er hægt að gera er að alþjóðasamfélagið þarf að koma þarna niðureftir og stoppa báða aðila. Ísrael getur ekki haldið áfram að gera það sem þeir eru að gera við Palestínumenn, og Palestínumenn geta ekki haldið áfram með hitt. Það þarf þriðja aðila til að koma og stýra svæðinu. Tveggja ríkja lausn er ekki lengur í boði, Ísraelsmenn eru endalaust að níðast á Palestínumönnum, og svo gerist þetta um daginn. Við viljum það auðvitað ekkert. Þá verðum við bara að fá alþjóðasamfélagið til að koma og stýra þarna,“ sagði Falasteen að lokum. Orðalagið hafi boðið upp á misskilning Uppfært klukkan 23:18: Falasteen segir í Facebook-færslu nú í kvöld að þó hún tali ágæta íslensku þá sé það ekki móðurmál hennar og það komi fyrir að hún noti ekki alltaf réttu orðin. Hún hafi notað orðalagið fagna í samhengi við það sem sé að gerast í gamla heimalandi hennar. „Þeir sem horfðu á þáttinn og þekkja til málefnisins hafa eflaust áttað sig á hvað ég vildi segja, þ.e. að ég styð rétt hernuminna þjóða til andspyrnu, enda er sá réttur alþjóðlega viðurkenndur samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna. Ég styð ekki ofbeldi og það að ég hafi fæðst í hernumdu landi og tilheyri þjóð sem hefur þurft að þola stöðugt og kerfisbundið ofbeldi í 75 ár, þjóð sem stjórnvöld í Ísrael hafa unnið markvisst að því að útrýma, gerir mig ekki að ofbeldismanneskju,“ skrifar Falasteen. Hún hafi upplifað hliðar á lífinu sem Diljá Mist þekki ekki, og skilji því eðlilega ekki á sama hátt. „Ég fyrirgef henni því að sjálfsögðu að hafa tekið orðaval mitt upp í viðtalinu og þannig mögulega ýtt undir þá mistúlkun sem það vissulega bauð uppá.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Ég sem Palestínumaður, auðvitað fagna ég þessu. Af því að það er enginn, úti um allan heim, sem er að taka upp mál Palestínumanna. Palestínumenn hafa upplifað mannréttindabrot í tugi ára, fólkið á Gasasvæðinu eru í stærsta fangelsi í heimi og komast hvergi, það er verið að skammta því vatn, rafmagn, matarvörur og eitthvað svona,“ sagði Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og meiðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, sem flutti hingað til lands þegar hún var sextán ára. Hún var til viðtals í Kastljósi á Ríkissjónvarpinu ásamt Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni utanríkismálanefndar. Vaktin: Átök Hamas og Ísraels Þar sagðist Falasteen óttast afleiðingar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael um helgina. „Því við vitum það að þetta er tækifæri fyrir forsætisráðherra Ísraels núna, til að útrýma Palestínumönnum,“ sagði Falasteen. Baldvin Þór Bergsson greip ummæli Falasteen á lofti og óskaði eftir nánari skýringum: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður. Hverju?“ „Það er verið að drepa Palestínumenn dags daglega. Allt í einu er einhver sem getur gert eitthvað, og maður bara: „Hvernig gerðist þetta?“ Ég er stríðsbarn, ég er fædd og uppalin í stríði. Það er svo mikil niðurlæging. Og við teljum okkur vera forréttindabörn, sem erum fædd og uppalin í Jerúsalem, af því að það er ekki eins mikil niðurlæging og er á Gasa,“ sagði Falasteen. Hún hafi þó ekki kynnst raunverulegum mannréttindum fyrr en á Íslandi. „Þá veit maður að það er allt rangt sem er að gerast þarna niðurfrá,“ sagði Falasteen. Brugðið yfir orðum Falasteen Eftir þetta kvaddi Diljá Mist sér hljóðs. „Bara svo það gæti einskis misskilnings, þá er Falasteen varla að fagna fjöldamorði á saklausum borgurum,“ sagði Diljá í spurnartón. „Ég fagna því að það sé einhver að gera árás á landtökufólkið,“ svaraði Falasteen. „Guð minn góður,“ hváði Diljá Mist þá, og sagðist hafa talið sig vera að misskilja og bætti við að sér væri verulega brugðið yfir orðum Falasteen. Diljá sagði málflutning Falasteen minna á orðræðu Írana, sem hafi fagnað árásinni. „Við munum líka eftir því að eftir árásirnar á Tvíburaturnana þá fagnaði hópur fólks um alla veröld þessum hryllilegu hermdarverkum,“ sagði Diljá. Falasteen svaraði því til að ekki væri um samanburðarhæfa atburði að ræða. Palestínumenn berjist fyrir frelsi sínu Síðar í þættinum sagði Diljá að Íslendingar hlytu að sameinast um að fordæma grimmdarverk sem framin væru gagnvart ungu fólki sem væri að skemmta sér og saklausum borgurum. „Og minna um margt á slátrunina sem fór fram í Útey [í Noregi] fyrir ekki alls löngu síðan, þó að þetta sé reyndar þrefalt magn borgara sem var tekið af lífi, og átti sér engrar undankomu auðið.“ Falasteen spurði þá hvort enginn ætlaði að fordæma framgöngu Ísraels, og hvort Ísraelsmenn væru ekki að gera það sama nú í kjölfar árásar Hamas um helgina. „Ég er þeirrar skoðunar að eitt ódæðisverk réttlæti ekki annað, og mér finnst fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði á börnum og ungmennum,“ sagði Diljá. Falasteen áréttaði þá að hún væri ekki að fagna morðum. Diljá svaraði því til að mikilvægt og gott væri að hafa fengið það leiðrétt. „Ég er enginn morðingi, og enginn hryðjuverkamaður. Palestínumenn eru ekki að fagna morði á fólki. En Palestínumenn eru að berjast fyrir sínu tjáningarfrelsi og frelsi, og að komast út úr þessu stóra fangelsi,“ sagði Falasteen. Engin lausn í sjónmáli Síðar í þættinum var Falasteen spurð hvort hún sæi einhverja lausn í sjónmáli. Því svaraði hún neitandi. „Það eina sem er hægt að gera er að alþjóðasamfélagið þarf að koma þarna niðureftir og stoppa báða aðila. Ísrael getur ekki haldið áfram að gera það sem þeir eru að gera við Palestínumenn, og Palestínumenn geta ekki haldið áfram með hitt. Það þarf þriðja aðila til að koma og stýra svæðinu. Tveggja ríkja lausn er ekki lengur í boði, Ísraelsmenn eru endalaust að níðast á Palestínumönnum, og svo gerist þetta um daginn. Við viljum það auðvitað ekkert. Þá verðum við bara að fá alþjóðasamfélagið til að koma og stýra þarna,“ sagði Falasteen að lokum. Orðalagið hafi boðið upp á misskilning Uppfært klukkan 23:18: Falasteen segir í Facebook-færslu nú í kvöld að þó hún tali ágæta íslensku þá sé það ekki móðurmál hennar og það komi fyrir að hún noti ekki alltaf réttu orðin. Hún hafi notað orðalagið fagna í samhengi við það sem sé að gerast í gamla heimalandi hennar. „Þeir sem horfðu á þáttinn og þekkja til málefnisins hafa eflaust áttað sig á hvað ég vildi segja, þ.e. að ég styð rétt hernuminna þjóða til andspyrnu, enda er sá réttur alþjóðlega viðurkenndur samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna. Ég styð ekki ofbeldi og það að ég hafi fæðst í hernumdu landi og tilheyri þjóð sem hefur þurft að þola stöðugt og kerfisbundið ofbeldi í 75 ár, þjóð sem stjórnvöld í Ísrael hafa unnið markvisst að því að útrýma, gerir mig ekki að ofbeldismanneskju,“ skrifar Falasteen. Hún hafi upplifað hliðar á lífinu sem Diljá Mist þekki ekki, og skilji því eðlilega ekki á sama hátt. „Ég fyrirgef henni því að sjálfsögðu að hafa tekið orðaval mitt upp í viðtalinu og þannig mögulega ýtt undir þá mistúlkun sem það vissulega bauð uppá.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira