Þjálfari Man United vill breyta fyrirkomulaginu á Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2023 23:15 Marc Skinner vill sjá breytingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Á meðan allt er gert til að stækka Meistaradeild Evrópu karla megin í von um að koma stærstu liðum Evrópu í keppninni á kostnað liða sem eiga það frekar skilið þá verður ekki það sama sagt um Meistaradeildina kvenna megin. Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira
Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira