Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2023 09:32 Færeyingarnir Durita Jakobsen og Hans David Damm Jakobsen fengu far með íslensku flugvélinni til Keflavíkur. Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan. Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan.
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55