Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2023 09:32 Færeyingarnir Durita Jakobsen og Hans David Damm Jakobsen fengu far með íslensku flugvélinni til Keflavíkur. Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan. Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan.
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55