Hazard er hættur í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 09:29 Árin hjá Real Madrid voru Eden Hazard erfið enda mikið meiddur. Getty/Diego Souto Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard hefur tilkynnt þá ákvörðunina að setja fótboltaskóna upp á hillu aðeins 32 ára gamall. Hazard var einn besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann spilaði með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en ferillinn hefur verið á hraðri niðurleið eftir að Real Madrid keypti hann á hundrað milljónir evra árið 2019. Harzard tilkynnti það á samfélagsmiðlinum Instagram að fótboltaskórnir hans væru komnir upp á hillu eftir sextán ár og meira en sjö hundruð spilaða leiki. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hazard var aðeins 28 ára gamall þegar hann fór til Real Madrid og átti þá að eiga sín bestu ár eftir. Tímabilin með Real Madrid voru hins vegar hrein hörmung og í sumar komust hann og Real madrid að samkomulagi um að rifta samning hans. Hazard var lofaður fyrir að vera teknískur, skapandi og útsjónarsamur leikmaður en leikformið var oft til vandræða. Þegar hann meiddist hjá Real Madrid gekk honum skelfilega að halda af sér kílóunum sem gerði endurkomuna enn erfiðari. Hazard var lengi fyrirliði belgíska landsliðsins en hann skoraði 33 mörk í 126 landsleikjum. Hann sló fyrst í gegn hjá Lille en varð að stórstjörnu í enska boltanum. Hazard skoraði 85 mörk í 245 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni frá 2012 til 2019 en hann vann ensku deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og Evrópudeildina tvisvar með Lundúnafélaginu. Hazard skoraði aðeins 7 mörk í 76 leikjum í öllum keppnum á fjórum tímabilum sínum með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Hazard var einn besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann spilaði með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en ferillinn hefur verið á hraðri niðurleið eftir að Real Madrid keypti hann á hundrað milljónir evra árið 2019. Harzard tilkynnti það á samfélagsmiðlinum Instagram að fótboltaskórnir hans væru komnir upp á hillu eftir sextán ár og meira en sjö hundruð spilaða leiki. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hazard var aðeins 28 ára gamall þegar hann fór til Real Madrid og átti þá að eiga sín bestu ár eftir. Tímabilin með Real Madrid voru hins vegar hrein hörmung og í sumar komust hann og Real madrid að samkomulagi um að rifta samning hans. Hazard var lofaður fyrir að vera teknískur, skapandi og útsjónarsamur leikmaður en leikformið var oft til vandræða. Þegar hann meiddist hjá Real Madrid gekk honum skelfilega að halda af sér kílóunum sem gerði endurkomuna enn erfiðari. Hazard var lengi fyrirliði belgíska landsliðsins en hann skoraði 33 mörk í 126 landsleikjum. Hann sló fyrst í gegn hjá Lille en varð að stórstjörnu í enska boltanum. Hazard skoraði 85 mörk í 245 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni frá 2012 til 2019 en hann vann ensku deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og Evrópudeildina tvisvar með Lundúnafélaginu. Hazard skoraði aðeins 7 mörk í 76 leikjum í öllum keppnum á fjórum tímabilum sínum með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti