Grunaður um að reyna að drepa fyrrverandi: „Ég skal bara klára þetta núna“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 09:00 Landsréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Karlmaður er grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk. Þetta segir í úrskurði Landréttar, sem kveðinn var upp þann 13. september síðastliðinn en birtur nýverið. Þar var gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness til 6. október yfir manninum staðfestur. Annar úrskurður hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að héraðsdómur hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum út þennan mánuð. Hann viti ekki til þess að það hafi verið kært til Landsréttar. Að öðru leyti sé ekkert annað um málið að segja en það sem segir í úrskurðinum. Taldi atvikið sitt síðasta Í skýrslu konunnar hjá lögreglu þann 25. ágúst síðastliðinn, daginn eftir árásina, sagði hún að maðurinn hefði sparkað að minnsta kosti þrisvar í höfuð hennar og haldið henni kyrkingartaki undir vatni. Í skýrslu hennar 6. september kom meðal annars fram að hún teldi meðvitund sína hafa dottið inn og út, hún hafi óttast um líf sitt og talið að þetta yrði hennar síðasta. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Hlaut lífshættulega áverka Konan leitaði til bráðamóttöku eftir árásina. Í læknisvottorði sérfræðilæknis á slysa- og bráðadeild er útbreiddum áverkum konunnar lýst. Nánar tiltekið er þar lýst greiningu á nefbeinsbroti, andlitsbeinsbroti, opnum sárum á höfði, mörgum mar-og yfirborðsáverkum á höfði og mar- og yfirborðsáverkum á hálsi, framhandlegg, upphandlegg, fótleggjum og mjöðm. Í niðurlagi segir meðal annars: „Undirrituð telur að áverkar [konunnar] séu í samræmi við áverkasögu hennar um kyrkingu og mörg högg á höfuð. Alvarleg árás og áverkalýsing sem getur verið lífshættuleg.“ Með vísan til framangreinds féllst Landsréttur á það með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn væri grunaður um brot sem varðar tíu ára fangelsi og að ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að hann gengi ekki laus. Játaði að hafa reynt að komast undan handtöku Í kjölfar skýrslutöku vitnisins þann 26. ágúst var lýst eftir manninum. Hann fannst ekki fyrr en 2. september og þegar lögregla fann hann reyndi hann að koma sér undan. Þegar lögregla hljóp hann uppi kvaðst hann hafa verið að forðast handtöku vegna þessa máls. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en neitaði ekki að hafa verið á vettvangi árásarinnar. Hann sagðist hafa verið þar ásamt konunni og þriðja manni. Hann hefði svo farið heim til sín og teldi að konan hefði veitt sér áverkana sjálf eða þriðji maðurinn hefði gert það. Lögregla hefur annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls Uppfært klukkan 10 eftir að upplýsingar um áframhaldandi gæsluvarðhald fengust. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landréttar, sem kveðinn var upp þann 13. september síðastliðinn en birtur nýverið. Þar var gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness til 6. október yfir manninum staðfestur. Annar úrskurður hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að héraðsdómur hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum út þennan mánuð. Hann viti ekki til þess að það hafi verið kært til Landsréttar. Að öðru leyti sé ekkert annað um málið að segja en það sem segir í úrskurðinum. Taldi atvikið sitt síðasta Í skýrslu konunnar hjá lögreglu þann 25. ágúst síðastliðinn, daginn eftir árásina, sagði hún að maðurinn hefði sparkað að minnsta kosti þrisvar í höfuð hennar og haldið henni kyrkingartaki undir vatni. Í skýrslu hennar 6. september kom meðal annars fram að hún teldi meðvitund sína hafa dottið inn og út, hún hafi óttast um líf sitt og talið að þetta yrði hennar síðasta. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Hlaut lífshættulega áverka Konan leitaði til bráðamóttöku eftir árásina. Í læknisvottorði sérfræðilæknis á slysa- og bráðadeild er útbreiddum áverkum konunnar lýst. Nánar tiltekið er þar lýst greiningu á nefbeinsbroti, andlitsbeinsbroti, opnum sárum á höfði, mörgum mar-og yfirborðsáverkum á höfði og mar- og yfirborðsáverkum á hálsi, framhandlegg, upphandlegg, fótleggjum og mjöðm. Í niðurlagi segir meðal annars: „Undirrituð telur að áverkar [konunnar] séu í samræmi við áverkasögu hennar um kyrkingu og mörg högg á höfuð. Alvarleg árás og áverkalýsing sem getur verið lífshættuleg.“ Með vísan til framangreinds féllst Landsréttur á það með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn væri grunaður um brot sem varðar tíu ára fangelsi og að ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að hann gengi ekki laus. Játaði að hafa reynt að komast undan handtöku Í kjölfar skýrslutöku vitnisins þann 26. ágúst var lýst eftir manninum. Hann fannst ekki fyrr en 2. september og þegar lögregla fann hann reyndi hann að koma sér undan. Þegar lögregla hljóp hann uppi kvaðst hann hafa verið að forðast handtöku vegna þessa máls. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en neitaði ekki að hafa verið á vettvangi árásarinnar. Hann sagðist hafa verið þar ásamt konunni og þriðja manni. Hann hefði svo farið heim til sín og teldi að konan hefði veitt sér áverkana sjálf eða þriðji maðurinn hefði gert það. Lögregla hefur annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls Uppfært klukkan 10 eftir að upplýsingar um áframhaldandi gæsluvarðhald fengust.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira