„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2023 21:01 Vísir/Sara Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. „Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12
Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03