Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 21:01 Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45