Ashlyn Harris, fyrrum markvörður bandaríska landsliðsins, hefur sótt um skilnað frá Ali Krieger, fyrrum varnarmanni bandaríska landsliðsins.
Ashlyn og Ali hafa verið giftar í fjögur ár en það var Ashlyn Harris sem sótti um skilnað í september síðastliðnum. Þær hittust árið 2010 en giftu sig í desember 2019. ESPN segir frá.
US soccer stars Ashlyn Harris, Ali Krieger divorcing due to irretrievably broken marriage https://t.co/WCnLJu8ajv pic.twitter.com/fxwEIumCGp
— New York Post (@nypost) October 12, 2023
Báðar voru með í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna í tvígang eða bæði á HM 2015 og á HM 2019.
Þeim var báðum skipt frá Orlando Pride til NJ/NY Gotham FC árið 2021.
Saman eiga þær tvö ættleidd börn, hina tveggja ára gömlu Sloane Phillips Krieger-Harris og hinn eins árs gamla Ocean Maeve Krieger-Harris. Dómstóll þarf að ákveða það hvernig uppeldi þeirra verður háttað nú þegar þær fara í sitt hvora áttina.
Hin 39 ára gamla Krieger er enn að spila en ætlar að setja skóna upp á hillu eftir 2023 tímabilið eftir sautján ára feril. Hin 37 ára gamla Harris hætti í nóvember á síðasta ári.