Nýtt húsnæði Grensásdeildar Willum Þór Þórsson skrifar 13. október 2023 15:00 Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun