Tilefnið er ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér embætti fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka.
Klukkan 14:00 í dag var svo ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Þar munu ráðherraskiptin fara fram. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í beinni á Vísi.
Stjórnarþingmenn funduðu í gær á Þingvöllum og sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við fréttastofu að fundurinn væri ótengdur afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgdist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi.
Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.