Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 13:45 Hjálmtýr Heiðdal er formaður Ísland-Palestína. Boðað hefur verið til samstöðufundar með Palestínumönnum á Austurvelli í dag. Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18