Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2023 11:01 Andreas Hansen fyrir utan skrifstofu WFP í Kaupmannahöfn. Mynd/Aðsend Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. Búast má við því að á árinu muni þeim fjölga um milljónir sem búa við alvarlegt fæðuóöryggi og þeim einnig fjölga sem búa við hungursneyð. Á sama tíma og neyðin er veruleg hefur framlögum til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna minnkað um fjóra milljarða á einu ári. „Í ár eru nokkrir lykilgefendur að minnka framlögin sín verulega, sérstaklega Bandaríkin, og því býst WFP við því að heildarframlög minnki um fjóra milljarða á þessu ári á sama tíma og neyðin eykst,“ segir Andreas Hansen, nýr svæðisstjóri Norðurlandaskrifstofu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hann tók við nýju hlutverki í ágúst eftir að hafa unnið fyrir stofnunina í um tólf ár, þarf af síðustu fjögur á svæðisskrifstofu í Austur-Afríku. Andreas vinnur í Kaupmannahöfn þar sem skrifstofa norðurlandsskrifstofanna er staðsett. Hann hefur síðustu vikur heimsótt þau lönd sem heyra undir skrifstofuna. Á döfinni er að koma til Íslands fyrir jól. „Ég stefni á að heimsækja allar höfuðborgir landanna til að hitta alla helstu samstarfsaðila okkar, blaðamenn og aðila í einkageiranum. Til að tryggja að matvælaöryggi sé á dagskrá, bæði opinberlega og í stjórnmálum,“ segir Andreas. Matarpokum á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna er dreift um allan heim.Vísir/EPA „Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem ég er í Kaupmannahöfn og í þessu nýja hlutverki vil ég nota stöðu mína til að vekja athygli á matvælaóöryggi og hungursneyð.“ Andreas segir að stofnunin finni vel fyrir minnkandi framlögum og það hafi bein áhrif á þann fjölda sem þau geta aðstoðað. Í fyrra hafi þau aðstoðað 160 milljónir manns og safnað um fjórtán milljörðum það árið en að vegna þess stóra gats sem nú er í framlögum til stofnunarinnar hafi þau þurft að takmarka aðstoð sína í mörgum löndum. Hann segir eitt dæmi Sómalíu. Þar hafi í fyrra verið miklir þurrkar og hungursneyð og WFP hafi aukið við aðstoð þar og komið í veg fyrir hungursneyð. En vegna minni framlaga í ár megi gera ráð fyrir að þrjá milljónir einstaklinga í landinu fái ekki þá aðstoð sem þau þurfi nauðsynlega á að halda. „Það er eins í Afganistan, Súdan og í öðrum löndum. Svo fólk skilji þetta þá get ég reynt að setja þetta í samhengi. Í Kaupmannahöfn ver meðalfjölskylda um fimmtán prósent tekna sinna í mat á meðan fjölskylda í Súdan ver 90 prósent allra sinna tekna í mat. Þetta er þeim gríðarleg áskorun.“ Stríðið í Úkraínu hefur mikið áhrif Hann segir Úkraínustríðið hafa haft veruleg áhrif á matvælaverð um allan heim en að stofnunin hafi fundið fyrir því í innkaupum. Hann segir að samkomulagið sem hafi verið undirritað um kornflutning um Svartahafið hafi skipt verulega miklu máli og að það hafi verið töluvert áfall þegar því var ekki framlengt í júlí á þessu ári. Það hafi reynst stofnuninni erfitt að geta ekki fengið kornvöru frá Úkraínu og að enn sé verið að leita að staðgenglum. „Þetta þýðir bara, eins og með fjármagnið, að við hjálpum færri eða með minni skömmtum.“ Börn í Jemen deila mat. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við hættuástandi í Jemen náist ekki að safna meira fjármagn. Vísir/EPA Hvað varðar málefni núlíðandi stundar segir Andreas að hann hafi verulegar áhyggjur af matvælaöryggi vegna átaka og ástands í Ísrael og Palestínu. „Allt frá því í júní á þessu ári höfum við þegar þurft að draga verulega úr matarstuðningi í Palestínu, eða allt um 60 prósent,“ segir Andreas og að hann óttist að aðgengi að mat og vatni eigi enn eftir að verða verra. Það eigi eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Spurður hvernig honum líði þegar staðan er þessi segir Andreas að tilfinningin sé hrikaleg og að frá því að hann gekk til liðs við stofnunina hafi staðan aðeins versnað, sérstaklega síðustu árin. „Ég nýt þeirra forréttinda að starfa hérna í Kaupmannahöfn og hef aldrei þurft að upplifa hungur en margir samstarfsfélagar mínir í til dæmis Afganistan eða Jemen þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á hverjum degi um að taka mat frá þeim sem í svöng og gefa þeim sem eru að svelta. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem snúast um það hver á að fá mat og hver ekki.“ Vonar að Norðurlöndin gefi meira Andreas segir að vegna þessarar stöðu reyni WFP nú að höfða til Norðurlandanna um að auka fjárframlög sín. Hann segir að samanlagt hafi Norðurlöndin í fyrra verið fjórði stærsti gefandi til stofnunarinnar og gefið meira en 500 milljónir Bandaríkjadala. Þau búist við minni framlögum í ár og það megi að mestu rekja til þess að Svíar gefi minna í ár en í fyrra. „Ísland gefur minnst í samanburði við hina en miðað við höfðatölu og efnahagskerfið þá eru þær fimm milljónir Bandaríkjadala sem Íslendingar gefa mikið.“ Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er stofnunin áherslustofnun í mannúðarstarfi Íslands en stjórnvöld vinna einnig með stofnuninni í þróunarsamvinnu. Á sviði mannúðaraðstoðar veitir Ísland kjarnaframlög til stofnunarinnar, framlög samkvæmt langtímaáheitum á áherslusvæðum og sem viðbrögð við neyðaráköllum. Á sviði þróunarsamvinnu hefur sendiráð Íslands í Malaví átt í tvíhliða samstarfi við WFP um heimaræktaðar skólamáltíðir. Þá hefur sendiráðið einnig veitt neyðaraðstoð í gegnum WFP í kjölfar COVID-19, hitabeltisstorma og uppskerubrests. Yfirlit um framlög Íslands til WFP frá 2020 til 2023. Frekari upplýsingar um framlög til þróunarsamvinnu Íslands má finna á www.openaid.is Mynd/Utanríkisráðuneytið Andreas segir stofnunina ekki búast við því að Norðurlöndin brúi það bil sem myndast hefur með brotthvarfi hárra upphæða frá Bandaríkjunum en að staðan sé orðin verulega slæm og hver króna skipti máli. Eins og stendur búa 730 milljónir jarðarbúa við fæðuóöryggi [e. Food insecurity] og 345 milljónir við alvarlegt fæðuóöryggi [e. Acute food insecurity]. Um 120 þúsund búa svo við hungursneyð í Sómalíu, Súdan, Búrkína Fasó og Malí. Andreas segir að þegar minna safnast af fjármagni þá sé hætta á að þessar tölur breytist og vandi fólks dýpki. Spurður hvort að þessi fjöldi verði aldrei yfirþyrmandi segir Andreas að reglulega líði honum þannig. Sérstaklega hafi honum oft liðið þannig síðustu fjögur árin þegar hann vann í Austur-Afríku og sá afleiðingar þurrka og flóða daglega. „Loftslagsvandinn er mjög raunverulegur hjá þessu fólki. Það eru loftslagsflóttamenn vegna þurrka á einum stað og vegna flóða annars staðar. En það sem er á sama tíma hvetjandi er að við vitum hverjar lausnirnar eru. Það eru langtíma fjárfestingar og sjálfbær matarkerfi. Við vitum alveg hvernig á að leysa vandann en það vantar fjármagn til að koma þessu lausnum í gang.“ Andreas segir að ef ekki sé brugðist við fljótt muni fleiri neyðast til þess að flýja heimaland sitt. Nú þegar sé mestur fjöldi flóttamanna í heiminum í Úganda og yfirvöld þar hafi boðið fólki landskika og leyfi til að vera. Á sama tíma séu yfirvöld þar skýr í skilaboðum sínum til vestrænna landa að ef þau haldi ekki áfram stuðningi sínum þá breyti þau sinni stefnu og hætti að taka við fólki með þessum hætti. „Þá fara flóttamennirnir norðar og við eigum í hættu á að upplifa enn meiri fólksflutninga.“ Fyrsta íslenska staðan hjá WFP Hann segir það spennandi að fyrsta staðan fyrir íslenskumælandi starfsmann á skrifstofunni hafi verið auglýst. Hann segir þetta mikilvægt til að styrkja stöðu stofnunarinnar á Íslandi og tengsl við Íslending. Andreas segir að íslensks stjórnvöld hafi um langa hríð styrkt verkefni stofnunarinnar í Malaví og sé nú að bæta við verkefnum í Sierra Leóne sem eigi að tryggja matvælaöryggi. „Við sjáum vonandi fleiri svona verkefni styrkt af stjórnvöldum á Íslandi og að einkaaðilar komi einnig að borðinu í auknum mæli að þeim,“ segir Andreas og það geti verið með fjármagni, sérþekkingu eða í nýsköpun. Matvælaframleiðsla Danmörk Mannréttindi Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 19. október 2022 17:09 Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn. 19. apríl 2022 10:40 Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021. 11. febrúar 2022 12:08 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Búast má við því að á árinu muni þeim fjölga um milljónir sem búa við alvarlegt fæðuóöryggi og þeim einnig fjölga sem búa við hungursneyð. Á sama tíma og neyðin er veruleg hefur framlögum til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna minnkað um fjóra milljarða á einu ári. „Í ár eru nokkrir lykilgefendur að minnka framlögin sín verulega, sérstaklega Bandaríkin, og því býst WFP við því að heildarframlög minnki um fjóra milljarða á þessu ári á sama tíma og neyðin eykst,“ segir Andreas Hansen, nýr svæðisstjóri Norðurlandaskrifstofu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hann tók við nýju hlutverki í ágúst eftir að hafa unnið fyrir stofnunina í um tólf ár, þarf af síðustu fjögur á svæðisskrifstofu í Austur-Afríku. Andreas vinnur í Kaupmannahöfn þar sem skrifstofa norðurlandsskrifstofanna er staðsett. Hann hefur síðustu vikur heimsótt þau lönd sem heyra undir skrifstofuna. Á döfinni er að koma til Íslands fyrir jól. „Ég stefni á að heimsækja allar höfuðborgir landanna til að hitta alla helstu samstarfsaðila okkar, blaðamenn og aðila í einkageiranum. Til að tryggja að matvælaöryggi sé á dagskrá, bæði opinberlega og í stjórnmálum,“ segir Andreas. Matarpokum á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna er dreift um allan heim.Vísir/EPA „Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem ég er í Kaupmannahöfn og í þessu nýja hlutverki vil ég nota stöðu mína til að vekja athygli á matvælaóöryggi og hungursneyð.“ Andreas segir að stofnunin finni vel fyrir minnkandi framlögum og það hafi bein áhrif á þann fjölda sem þau geta aðstoðað. Í fyrra hafi þau aðstoðað 160 milljónir manns og safnað um fjórtán milljörðum það árið en að vegna þess stóra gats sem nú er í framlögum til stofnunarinnar hafi þau þurft að takmarka aðstoð sína í mörgum löndum. Hann segir eitt dæmi Sómalíu. Þar hafi í fyrra verið miklir þurrkar og hungursneyð og WFP hafi aukið við aðstoð þar og komið í veg fyrir hungursneyð. En vegna minni framlaga í ár megi gera ráð fyrir að þrjá milljónir einstaklinga í landinu fái ekki þá aðstoð sem þau þurfi nauðsynlega á að halda. „Það er eins í Afganistan, Súdan og í öðrum löndum. Svo fólk skilji þetta þá get ég reynt að setja þetta í samhengi. Í Kaupmannahöfn ver meðalfjölskylda um fimmtán prósent tekna sinna í mat á meðan fjölskylda í Súdan ver 90 prósent allra sinna tekna í mat. Þetta er þeim gríðarleg áskorun.“ Stríðið í Úkraínu hefur mikið áhrif Hann segir Úkraínustríðið hafa haft veruleg áhrif á matvælaverð um allan heim en að stofnunin hafi fundið fyrir því í innkaupum. Hann segir að samkomulagið sem hafi verið undirritað um kornflutning um Svartahafið hafi skipt verulega miklu máli og að það hafi verið töluvert áfall þegar því var ekki framlengt í júlí á þessu ári. Það hafi reynst stofnuninni erfitt að geta ekki fengið kornvöru frá Úkraínu og að enn sé verið að leita að staðgenglum. „Þetta þýðir bara, eins og með fjármagnið, að við hjálpum færri eða með minni skömmtum.“ Börn í Jemen deila mat. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við hættuástandi í Jemen náist ekki að safna meira fjármagn. Vísir/EPA Hvað varðar málefni núlíðandi stundar segir Andreas að hann hafi verulegar áhyggjur af matvælaöryggi vegna átaka og ástands í Ísrael og Palestínu. „Allt frá því í júní á þessu ári höfum við þegar þurft að draga verulega úr matarstuðningi í Palestínu, eða allt um 60 prósent,“ segir Andreas og að hann óttist að aðgengi að mat og vatni eigi enn eftir að verða verra. Það eigi eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Spurður hvernig honum líði þegar staðan er þessi segir Andreas að tilfinningin sé hrikaleg og að frá því að hann gekk til liðs við stofnunina hafi staðan aðeins versnað, sérstaklega síðustu árin. „Ég nýt þeirra forréttinda að starfa hérna í Kaupmannahöfn og hef aldrei þurft að upplifa hungur en margir samstarfsfélagar mínir í til dæmis Afganistan eða Jemen þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á hverjum degi um að taka mat frá þeim sem í svöng og gefa þeim sem eru að svelta. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem snúast um það hver á að fá mat og hver ekki.“ Vonar að Norðurlöndin gefi meira Andreas segir að vegna þessarar stöðu reyni WFP nú að höfða til Norðurlandanna um að auka fjárframlög sín. Hann segir að samanlagt hafi Norðurlöndin í fyrra verið fjórði stærsti gefandi til stofnunarinnar og gefið meira en 500 milljónir Bandaríkjadala. Þau búist við minni framlögum í ár og það megi að mestu rekja til þess að Svíar gefi minna í ár en í fyrra. „Ísland gefur minnst í samanburði við hina en miðað við höfðatölu og efnahagskerfið þá eru þær fimm milljónir Bandaríkjadala sem Íslendingar gefa mikið.“ Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er stofnunin áherslustofnun í mannúðarstarfi Íslands en stjórnvöld vinna einnig með stofnuninni í þróunarsamvinnu. Á sviði mannúðaraðstoðar veitir Ísland kjarnaframlög til stofnunarinnar, framlög samkvæmt langtímaáheitum á áherslusvæðum og sem viðbrögð við neyðaráköllum. Á sviði þróunarsamvinnu hefur sendiráð Íslands í Malaví átt í tvíhliða samstarfi við WFP um heimaræktaðar skólamáltíðir. Þá hefur sendiráðið einnig veitt neyðaraðstoð í gegnum WFP í kjölfar COVID-19, hitabeltisstorma og uppskerubrests. Yfirlit um framlög Íslands til WFP frá 2020 til 2023. Frekari upplýsingar um framlög til þróunarsamvinnu Íslands má finna á www.openaid.is Mynd/Utanríkisráðuneytið Andreas segir stofnunina ekki búast við því að Norðurlöndin brúi það bil sem myndast hefur með brotthvarfi hárra upphæða frá Bandaríkjunum en að staðan sé orðin verulega slæm og hver króna skipti máli. Eins og stendur búa 730 milljónir jarðarbúa við fæðuóöryggi [e. Food insecurity] og 345 milljónir við alvarlegt fæðuóöryggi [e. Acute food insecurity]. Um 120 þúsund búa svo við hungursneyð í Sómalíu, Súdan, Búrkína Fasó og Malí. Andreas segir að þegar minna safnast af fjármagni þá sé hætta á að þessar tölur breytist og vandi fólks dýpki. Spurður hvort að þessi fjöldi verði aldrei yfirþyrmandi segir Andreas að reglulega líði honum þannig. Sérstaklega hafi honum oft liðið þannig síðustu fjögur árin þegar hann vann í Austur-Afríku og sá afleiðingar þurrka og flóða daglega. „Loftslagsvandinn er mjög raunverulegur hjá þessu fólki. Það eru loftslagsflóttamenn vegna þurrka á einum stað og vegna flóða annars staðar. En það sem er á sama tíma hvetjandi er að við vitum hverjar lausnirnar eru. Það eru langtíma fjárfestingar og sjálfbær matarkerfi. Við vitum alveg hvernig á að leysa vandann en það vantar fjármagn til að koma þessu lausnum í gang.“ Andreas segir að ef ekki sé brugðist við fljótt muni fleiri neyðast til þess að flýja heimaland sitt. Nú þegar sé mestur fjöldi flóttamanna í heiminum í Úganda og yfirvöld þar hafi boðið fólki landskika og leyfi til að vera. Á sama tíma séu yfirvöld þar skýr í skilaboðum sínum til vestrænna landa að ef þau haldi ekki áfram stuðningi sínum þá breyti þau sinni stefnu og hætti að taka við fólki með þessum hætti. „Þá fara flóttamennirnir norðar og við eigum í hættu á að upplifa enn meiri fólksflutninga.“ Fyrsta íslenska staðan hjá WFP Hann segir það spennandi að fyrsta staðan fyrir íslenskumælandi starfsmann á skrifstofunni hafi verið auglýst. Hann segir þetta mikilvægt til að styrkja stöðu stofnunarinnar á Íslandi og tengsl við Íslending. Andreas segir að íslensks stjórnvöld hafi um langa hríð styrkt verkefni stofnunarinnar í Malaví og sé nú að bæta við verkefnum í Sierra Leóne sem eigi að tryggja matvælaöryggi. „Við sjáum vonandi fleiri svona verkefni styrkt af stjórnvöldum á Íslandi og að einkaaðilar komi einnig að borðinu í auknum mæli að þeim,“ segir Andreas og það geti verið með fjármagni, sérþekkingu eða í nýsköpun.
Matvælaframleiðsla Danmörk Mannréttindi Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 19. október 2022 17:09 Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn. 19. apríl 2022 10:40 Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021. 11. febrúar 2022 12:08 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27
Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 19. október 2022 17:09
Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn. 19. apríl 2022 10:40
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021. 11. febrúar 2022 12:08