Vill frekar banna síma utan en innan skóla Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 11:10 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, settist niður með stjórnendum Bítisins á Bylgjunni til þess að ræða andlega líðan barna í grunnskólum landsins. Tilefnið er viðtal Þorgríms Þráinssonar í sama þætti á dögunum, sem hefur vakið gríðarlega athygli. Þorgrímur sagði neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann sagði foreldra vera að bregðast og kennara og skóla ekki geta meir. Þá sagði hann að hann sæi gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. „Glöggt er gests augað“ Magnús Þór segist að mörgu leyti taka undir áhyggjur Þorgríms og að glöggt sé gests augað, en Þorgímur hefur haldið fyrirlestra reglulega í grunnskólum í á annan áratug. „Það er margt í hans máli sem ég gat tekið undir og var sammála. Svo var, eins og gengur, sem við myndum vilja útvíkka og fara betur yfir. Hvort sem það eru skólamálin sjálf eða foreldrasamstarf, sem hefur auðvitað breyst gríðarlega á síðustu áratugum, og klárt mál að eins og áður, þegar umræðan fer á þennan stað þá vonum við að við náum að leiða hana á þann stað að við getum sameinast um það sem sem klárlega skiptir okkur mestu máli.“ Börnum hafi alltaf liðið misjafnlega Magnús Þór segir að það sé alveg klárt mál að það sem Þorgrímur lýsir varðandi líðan barna hafi lengi verið vandamál. „Við erum á þeim stað að vera með börn sem líður misjafnlega og það er eitthvað sem, sem betur fer, á síðustu tuttugu árum hefur orðið ríkari þáttur í umræðunni. Við sem erum inni í skólanum þekkjum það núna. Þegar við erum að hitta fólk, sem var í skólakerfinu fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þá voru allt önnu viðmið hlutverk kennarans var að vera uppfræðarinn og minna að hugsa um líðanina. Umræðan hverfist of mikið um símana Magnús Þór segir að umræða um símanotkun barna og hugsanlegt bann við henni hafi orðið háværari undanfarin ár. Hann segir það augljóst mál að sú leið myndi fría uppalendur. „Ef við getum sagt það að við ætlum bara að banna símana í skólunum og þar með höfum við lokið verkefninu sem við þurfum að eiga við. Það er það sem mér hefur fundist umræðan verða of mikið og ég hef áhyggjur af því að aftur verði umræðan um það sem við erum sammála Þorgrími um, varðandi það að við viljum fá átak í því að vinna á vanlíðan barna, verði aftur þessi umræða. Vill frekar banna símana utan skóla Hann segist hafa lagt það til að símanotkun barna verði frekar bönnuð utan skóla en innan. Mjög mikið af skólum hafi unnið frábær verkefni með hjálp snjalltækja Viðtal við Magnús Þór í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Bítið Tengdar fréttir Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, settist niður með stjórnendum Bítisins á Bylgjunni til þess að ræða andlega líðan barna í grunnskólum landsins. Tilefnið er viðtal Þorgríms Þráinssonar í sama þætti á dögunum, sem hefur vakið gríðarlega athygli. Þorgrímur sagði neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann sagði foreldra vera að bregðast og kennara og skóla ekki geta meir. Þá sagði hann að hann sæi gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. „Glöggt er gests augað“ Magnús Þór segist að mörgu leyti taka undir áhyggjur Þorgríms og að glöggt sé gests augað, en Þorgímur hefur haldið fyrirlestra reglulega í grunnskólum í á annan áratug. „Það er margt í hans máli sem ég gat tekið undir og var sammála. Svo var, eins og gengur, sem við myndum vilja útvíkka og fara betur yfir. Hvort sem það eru skólamálin sjálf eða foreldrasamstarf, sem hefur auðvitað breyst gríðarlega á síðustu áratugum, og klárt mál að eins og áður, þegar umræðan fer á þennan stað þá vonum við að við náum að leiða hana á þann stað að við getum sameinast um það sem sem klárlega skiptir okkur mestu máli.“ Börnum hafi alltaf liðið misjafnlega Magnús Þór segir að það sé alveg klárt mál að það sem Þorgrímur lýsir varðandi líðan barna hafi lengi verið vandamál. „Við erum á þeim stað að vera með börn sem líður misjafnlega og það er eitthvað sem, sem betur fer, á síðustu tuttugu árum hefur orðið ríkari þáttur í umræðunni. Við sem erum inni í skólanum þekkjum það núna. Þegar við erum að hitta fólk, sem var í skólakerfinu fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þá voru allt önnu viðmið hlutverk kennarans var að vera uppfræðarinn og minna að hugsa um líðanina. Umræðan hverfist of mikið um símana Magnús Þór segir að umræða um símanotkun barna og hugsanlegt bann við henni hafi orðið háværari undanfarin ár. Hann segir það augljóst mál að sú leið myndi fría uppalendur. „Ef við getum sagt það að við ætlum bara að banna símana í skólunum og þar með höfum við lokið verkefninu sem við þurfum að eiga við. Það er það sem mér hefur fundist umræðan verða of mikið og ég hef áhyggjur af því að aftur verði umræðan um það sem við erum sammála Þorgrími um, varðandi það að við viljum fá átak í því að vinna á vanlíðan barna, verði aftur þessi umræða. Vill frekar banna símana utan skóla Hann segist hafa lagt það til að símanotkun barna verði frekar bönnuð utan skóla en innan. Mjög mikið af skólum hafi unnið frábær verkefni með hjálp snjalltækja Viðtal við Magnús Þór í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Bítið Tengdar fréttir Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00