Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. október 2023 09:05 Steinþór Jónsson með 92 lax sem veiddist í gær í Eystri Rangá Síðustu dagar veiðinnar í sumar eru framundan og það er ennþá hægt að gera fína veiði í hafbeitaránum. Veiði er lokið í sjálfbæru laxveiðiánum en þær laxveiðiár sem er haldið uppi með gögnuseiðum eru veiddar til 20. október. Veiðin í Eystri hefur verið ágæt þá daga sem veður hefur verið til friðs og var til að mynda síðasta vika með um 100 laxa, þar af nokkra yfir 90 sm. Nú er aðeins veitt á fjórum svæðum í ánni og skipta þrjár stangir með sér tveimur svæðum svo það er nóg pláss fyrir alla. Það þarf engin að kvarta yfir verðinu á veiðileyfum þessa síðustu viku en dagurinn á stöng er 37.000 - 39.000 og meðalveiðin á stöng 1,2 laxar á dag. Fallegur haustlax úr Moldarhyl í Eystri Rangá Það er mikið af laxi á helstu veiðistöðum og hafa veiðimenn sem veitt hafa í ánni síðustu daga verið að veiða nokkuð jafnt á flugu, maðk og spún. Þar sem það er löng vetrarbið í næsta veiðisumar er fínt fyrir þá sem eiga eftir að veiða fylli sína að kíkja í smá veiði. Þess má geta að samkvæmt vefsölunni hjá Iceland Outfitters eru líka lausir dagar í Ytri Rangá sem er eins og veiðimenn og veiðikonur vita, aflahæsta á landsins í sumar. Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Urriðinn tekur vel síðsumars í Elliðavatni Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði
Veiði er lokið í sjálfbæru laxveiðiánum en þær laxveiðiár sem er haldið uppi með gögnuseiðum eru veiddar til 20. október. Veiðin í Eystri hefur verið ágæt þá daga sem veður hefur verið til friðs og var til að mynda síðasta vika með um 100 laxa, þar af nokkra yfir 90 sm. Nú er aðeins veitt á fjórum svæðum í ánni og skipta þrjár stangir með sér tveimur svæðum svo það er nóg pláss fyrir alla. Það þarf engin að kvarta yfir verðinu á veiðileyfum þessa síðustu viku en dagurinn á stöng er 37.000 - 39.000 og meðalveiðin á stöng 1,2 laxar á dag. Fallegur haustlax úr Moldarhyl í Eystri Rangá Það er mikið af laxi á helstu veiðistöðum og hafa veiðimenn sem veitt hafa í ánni síðustu daga verið að veiða nokkuð jafnt á flugu, maðk og spún. Þar sem það er löng vetrarbið í næsta veiðisumar er fínt fyrir þá sem eiga eftir að veiða fylli sína að kíkja í smá veiði. Þess má geta að samkvæmt vefsölunni hjá Iceland Outfitters eru líka lausir dagar í Ytri Rangá sem er eins og veiðimenn og veiðikonur vita, aflahæsta á landsins í sumar.
Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Urriðinn tekur vel síðsumars í Elliðavatni Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði