Úrslitakeppni á milli bestu liða sögunnar í Körfuboltakvöldi í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 12:00 Byrjunarliðið sem KR-ingar stilltu upp tímabilið 2008 til 2009. S2 Sport Hvað er besta lið sögunnar síðan úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp 1984? Því ætla sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi að komast að í þáttunum í vetur. Fyrsta viðureignin er farin í gang. „Við erum að fara í úrslitakeppni því á þessu tímabili í Subway Körfuboltakvöldi því við ætlum að velja besta körfuboltalið sögunnar eða frá því að úrslitakeppnin hófst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Í kvöld mætast tvö lið í átta liða úrslitum. KR 2009 gegn Grindavík 2012. Þetta fer þannig fram strákar að þið rífist, það er dómnefnd en síðan ætlum við líka að hafa kosningu á Twitter. Það er helmingsvægi á því,“ sagði Stefán Árni. „Við ætlum ekki að rífast. Við erum sammála,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ég ætla að vona að þið séuð ekki sammála því þið voruð í báðum liðunum,“ sagði Stefán Árni. Hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma Helgi Már Magnússon lék með KR 2009 en Ómar Sævarsson lék með Grindavík 2012. Þeir voru sérfræðingarnir í þættinum um helgina. „Við erum með betra lið. Við erum með Geitina (Jón Arnór Stefánsson). Við erum með þrususterkt lið og mjög vel samsett lið,“ sagði Helgi Már og á meðan voru sýndar svipmyndir af KR liðinu frá 2009. „Ég hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma,“ sagði Helgi Már en hélt svo áfram: „Við fengum Kobba (Jakob Örn Sigurðarson) og Jón heim. Svo ertu með ungan og kraftmikinn Fannar Ólafsson. Þarna er hann í standi. Svo vorum við með hann Jason Dourisseau sem var toppmaður og frábær leikmaður. Hann spilaði í mörg, mörg ár í Hollandi,“ sagði Helgi. KR vann titilinn í oddaleik eftir mikla spennu og mikla dramtík í lokin. Klippa: Körfuboltakvöld: KR 2009 vs Grindavík 2012 Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil „Ég man varla eftir þessum leik. Ég var alveg fárveikur. Hef aldrei verið svona veikur á ævinni. Það var dælt í mig einhverju drasli til að ég gæti spilað. Kobbi var líka ælandi en hann átti alveg stjörnuleik,“ sagði Helgi. „Auðvitað var stress. Við vorum einu skoti frá því að klúðra þessu. Það var búið að krýna okkur meistara í ágúst. Pressan sem var á þessu liði að vinna var gígantísk. Talandi ekki um þegar við höktum pínu. Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil. Að vera komnir 2-1 undir á móti Grindavík og ná að snúa því við segir mikið um karakterinn í þessu liði,“ sagði Helgi. „Það hefði margir koðnað að ganga inn í Þjóðhátíðina sem var í gangi í Grindavík,“ sagði Helgi. „Ég er alveg sammála því að þetta er hörku lið. Þrír af þessum strákum eru strákar sem ég er búinn að spila á móti síðan ég var tíu ára. 1982-árgangurinn,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. En hvað með Grindavíkurliðið frá 2012. Byrjunarlið Grindavíkur frá 2012.S2 Sport Mikið af vöðvum í þessu liði „Það er mikið af vöðvum í þessu liði. Þetta er þungt lið. Grindavík gerði vel fyrir þetta tímabil að fá leikmenn í liðið. Þeir fengu Sigurð Gunnar Þorsteinsson í liðið og fengu Jóhann Árna (Ólafsson). Fyrir voru Páll Axel, Þorleifur, Óli Óla og ég,“ sagði Ómar. „Bæði þessi lið eru með Íslendinga sem eru landsliðsmenn, hafa spilað marga landsleiki og fyrir Íslands hönd. Bæði þessi lið eru því með rosalega sterkan íslenskan kjarna,“ sagði Ómar. „Helsti munurinn er að þetta ár, 2012, þá eru leyfðir tveir kanar. Við erum með tvo kana og einn Evrópumann. Við erum þarna með J'Nathan Bullock sem er algjört skrímsli. Síðan er Giordan Watson sem var stigahæsti maðurinn í deildinni árið á undan en ákvað að einbeita sér að því að stýra leiknum. Svo er Ryan Pettinella einn vöðvaðasti leikmaður sem hefur komið til Íslands,“ sagði Ómar. Hér fyrir ofan má sjá Helga og Ómar rökræða það enn frekar hvort liðið var betra. Hér fyrir neðan má sjá könnun á Twitter síðu Subway Körfuboltakvölds þar sem fólk getur kosið um hvort þessara liða komist áfram í undanúrslitin. Atkvæðin þar mun vega helming á móti atkvæðum sérstakar dómnefndar. Í síðasta þætti var til umræðu hvort liðið væri betra. Hver er þín skoðun á hvort liðið heldur áfram í undanúrslit?— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 16, 2023 Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Grindavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Við erum að fara í úrslitakeppni því á þessu tímabili í Subway Körfuboltakvöldi því við ætlum að velja besta körfuboltalið sögunnar eða frá því að úrslitakeppnin hófst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Í kvöld mætast tvö lið í átta liða úrslitum. KR 2009 gegn Grindavík 2012. Þetta fer þannig fram strákar að þið rífist, það er dómnefnd en síðan ætlum við líka að hafa kosningu á Twitter. Það er helmingsvægi á því,“ sagði Stefán Árni. „Við ætlum ekki að rífast. Við erum sammála,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ég ætla að vona að þið séuð ekki sammála því þið voruð í báðum liðunum,“ sagði Stefán Árni. Hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma Helgi Már Magnússon lék með KR 2009 en Ómar Sævarsson lék með Grindavík 2012. Þeir voru sérfræðingarnir í þættinum um helgina. „Við erum með betra lið. Við erum með Geitina (Jón Arnór Stefánsson). Við erum með þrususterkt lið og mjög vel samsett lið,“ sagði Helgi Már og á meðan voru sýndar svipmyndir af KR liðinu frá 2009. „Ég hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma,“ sagði Helgi Már en hélt svo áfram: „Við fengum Kobba (Jakob Örn Sigurðarson) og Jón heim. Svo ertu með ungan og kraftmikinn Fannar Ólafsson. Þarna er hann í standi. Svo vorum við með hann Jason Dourisseau sem var toppmaður og frábær leikmaður. Hann spilaði í mörg, mörg ár í Hollandi,“ sagði Helgi. KR vann titilinn í oddaleik eftir mikla spennu og mikla dramtík í lokin. Klippa: Körfuboltakvöld: KR 2009 vs Grindavík 2012 Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil „Ég man varla eftir þessum leik. Ég var alveg fárveikur. Hef aldrei verið svona veikur á ævinni. Það var dælt í mig einhverju drasli til að ég gæti spilað. Kobbi var líka ælandi en hann átti alveg stjörnuleik,“ sagði Helgi. „Auðvitað var stress. Við vorum einu skoti frá því að klúðra þessu. Það var búið að krýna okkur meistara í ágúst. Pressan sem var á þessu liði að vinna var gígantísk. Talandi ekki um þegar við höktum pínu. Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil. Að vera komnir 2-1 undir á móti Grindavík og ná að snúa því við segir mikið um karakterinn í þessu liði,“ sagði Helgi. „Það hefði margir koðnað að ganga inn í Þjóðhátíðina sem var í gangi í Grindavík,“ sagði Helgi. „Ég er alveg sammála því að þetta er hörku lið. Þrír af þessum strákum eru strákar sem ég er búinn að spila á móti síðan ég var tíu ára. 1982-árgangurinn,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. En hvað með Grindavíkurliðið frá 2012. Byrjunarlið Grindavíkur frá 2012.S2 Sport Mikið af vöðvum í þessu liði „Það er mikið af vöðvum í þessu liði. Þetta er þungt lið. Grindavík gerði vel fyrir þetta tímabil að fá leikmenn í liðið. Þeir fengu Sigurð Gunnar Þorsteinsson í liðið og fengu Jóhann Árna (Ólafsson). Fyrir voru Páll Axel, Þorleifur, Óli Óla og ég,“ sagði Ómar. „Bæði þessi lið eru með Íslendinga sem eru landsliðsmenn, hafa spilað marga landsleiki og fyrir Íslands hönd. Bæði þessi lið eru því með rosalega sterkan íslenskan kjarna,“ sagði Ómar. „Helsti munurinn er að þetta ár, 2012, þá eru leyfðir tveir kanar. Við erum með tvo kana og einn Evrópumann. Við erum þarna með J'Nathan Bullock sem er algjört skrímsli. Síðan er Giordan Watson sem var stigahæsti maðurinn í deildinni árið á undan en ákvað að einbeita sér að því að stýra leiknum. Svo er Ryan Pettinella einn vöðvaðasti leikmaður sem hefur komið til Íslands,“ sagði Ómar. Hér fyrir ofan má sjá Helga og Ómar rökræða það enn frekar hvort liðið var betra. Hér fyrir neðan má sjá könnun á Twitter síðu Subway Körfuboltakvölds þar sem fólk getur kosið um hvort þessara liða komist áfram í undanúrslitin. Atkvæðin þar mun vega helming á móti atkvæðum sérstakar dómnefndar. Í síðasta þætti var til umræðu hvort liðið væri betra. Hver er þín skoðun á hvort liðið heldur áfram í undanúrslit?— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 16, 2023
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Grindavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum