Dræmar undirtektir við sameiginlegri yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 12:01 Ljóst er að ríkisstjórnin á verk fyrir höndum við að vinna sér inn traust landsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður. Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41