Vill skoða sameiningu við Mosfellsbæ og Seltjarnarnes Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 15:49 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Egill Aðalsteinsson Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leggja til að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“ Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira