„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 17:09 Jakub Malinowski býr í húsinu sem kviknaði í. Vísir/Vilhelm Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37