Grænir kjarasamningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 17. október 2023 07:31 Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun