Samveran eða hamstrahjólið Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. október 2023 08:30 Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun