Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2023 10:30 Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar