Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. október 2023 07:00 Það leiðist öllum að vinna með einhverjum sem er alltaf of seinn. Mætir of seint á morgnana, er aðeins of lengur í hádegi, jafnvel alltaf aðeins of seinn á fundi. En það þýðir ekkert að láta þetta fara í taugarnar á sér: Yfirmenn þurfa að sýna ábyrgð og tækla málið. Vísir/Getty Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. Auðvitað geta allir verið aðeins of seinir stundum. Það þarf ekki nema nokkrar mínútur til að seinka öllu. Smá töf á leikskólanum, óvenju mikil traffík, einn morgun þar sem allir á heimilinu vöknuðu aðeins of seint. Svo ekki sé talað um dagana þar sem íslenskt veðurfar hefur veruleg áhrif á allt! En við erum ekki að tala um starfsfólkið sem í einstaka sinnum mætir aðeins of seint eða þarf að taka aðeins lengri hádegishlé. Nei, við erum að tala um starfsfólkið sem einfaldlega er óstundvíst og nokkurn veginn mætir alltaf aðeins of seint. Þetta er hvimleiður vani. Ekki aðeins eitthvað sem vinnuveitandi þarf að takast á við, heldur líka eitthvað sem fer oftast meira í taugarnar á samstarfsfólki viðkomandi en fólkið sjálft áttar sig á. Því fyrr sem tekið er á þessari tegund óstundvísi, því betra. Hins vegar eiga stjórnendur það til að ræða við allan hópinn um mætingar og stundvísi, í stað þess að ræða einungis við þann sem málið varðar. Því já, að ræða persónulega óstundvísi er viðkvæmt umræðuefni. Hér eru nokkur góð ráð. Ekki fá í taugarnar Að taka eftir ítrekaðri óstundvísi hjá starfsmanni og láta það fara í taugarnar á sér er ekki í boði. Sem yfirmaður þarftu að takast á við málið og pirringur er ekki að fara að laga neitt. Sem stjórnandi eru meiri líkur á að þú tæklir málið á yfirvegaðan og jákvæðan hátt, ef þú bíður ekki of lengi með að takast á við vandamálið. Ekki ræða málin fyrir framan alla Það getur verið freistandi að tala um óstundvísina við aðra starfsmenn. Sérstaklega þegar þú veist að þessi óstundvísi fer í taugarnar á öðru starfsfólki líka. Þetta er ekki viðeigandi. Ekki heldur að andvarpa, ranghvolfa augunum eða tjá þig með einhverjum hætti við aðra starfsmenn til staðfestingar á því að þér finnist þetta jafn óviðunandi og þeim: Sýndu ábyrgð og taktu á málum! Samtalið sjálft Samtalið þarf að fara fram í einrúmi og það er mikilvægt að þú undirbúir þig undir það samtal. Ræddu málin á yfirvegaðan hátt þannig að samtalið virki ekki eins og árás á viðkomandi. Það gagnast síður ef viðkomandi fer í vörn. Gefðu viðkomandi líka færi á að tjá sig. Hvað veldur því að viðkomandi er alltaf of seinn? Hvernig upplifir viðkomandi sjálfur sína óstundvísi? Hefur kannski eitthvað breyst og er þetta nýtilkomin hegðun? Eftir gott samtal skiptir þó máli að væntingarnar þínar um breytingar séu mjög skýrar. Þess vegna er gott að ákveða strax annan fund þar sem ætlunin er að ræða málin aftur. Þar með er komin hvati hjá viðkomandi til að bæta úr. Að líta í eigin barm Þá er líka alltaf gott að líta í eigin barm: Hvers konar fyrirmynd ert þú sem yfirmaður? Ertu stundvís? Eða vinnur þú oft fram eftir og mætir seinna á morgnana? Það er alls ekkert víst að starfsfólkið þitt átti sig á því hvort vinnufyrirkomulagið þitt sé þannig að þú mætir seinna á morgnana vegna þess að þú vinnur lengur á daginn, á kvöldin eða um helgar. Ef svo er, þarftu að útskýra það fyrir fólki að vinnutíminn þinn sé öðruvísi en þeirra sem fara heim klukkan fjögur, fimm eða sex. Í þessu samhengi má líka spyrja: Er þetta fyrirkomulag í boði fyrir aðra starfsmenn einnig? Er sveigjanlegur vinnutími þar sem mæting síðar á morgnana býður upp á að starfsfólk vinni lengur á daginn? Hversu skýrar eru reglurnar á vinnustaðnum og hversu sýnilegar eru þær öllum? Því fólk þarf að vera vel upplýst. Loks má benda á að samkvæmt rannsóknum, mælist stundvísi betri hjá starfsfólki sem upplifir sig í góðu sambandi við yfirmenn sína. Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Óréttlátt ef aðrir vinna miklu meira en þú Það getur verið óréttlátt gagnvart samstarfsfólkinu okkar ef við erum gjörn á að sóa mikið tímanum í vinnunni. Sem rannsóknir sýna þó að flestir gera í einhverjum mæli daglega. 18. ágúst 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Getur verið kostur að þykjast kunna meira en við gerum Almennt telst það ekki kostur þegar fólk þykist kunna meira en það gerir. Sem þó er nokkuð algengt á vinnumarkaði. Það er staðreynd. 26. júlí 2023 07:01 Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Auðvitað geta allir verið aðeins of seinir stundum. Það þarf ekki nema nokkrar mínútur til að seinka öllu. Smá töf á leikskólanum, óvenju mikil traffík, einn morgun þar sem allir á heimilinu vöknuðu aðeins of seint. Svo ekki sé talað um dagana þar sem íslenskt veðurfar hefur veruleg áhrif á allt! En við erum ekki að tala um starfsfólkið sem í einstaka sinnum mætir aðeins of seint eða þarf að taka aðeins lengri hádegishlé. Nei, við erum að tala um starfsfólkið sem einfaldlega er óstundvíst og nokkurn veginn mætir alltaf aðeins of seint. Þetta er hvimleiður vani. Ekki aðeins eitthvað sem vinnuveitandi þarf að takast á við, heldur líka eitthvað sem fer oftast meira í taugarnar á samstarfsfólki viðkomandi en fólkið sjálft áttar sig á. Því fyrr sem tekið er á þessari tegund óstundvísi, því betra. Hins vegar eiga stjórnendur það til að ræða við allan hópinn um mætingar og stundvísi, í stað þess að ræða einungis við þann sem málið varðar. Því já, að ræða persónulega óstundvísi er viðkvæmt umræðuefni. Hér eru nokkur góð ráð. Ekki fá í taugarnar Að taka eftir ítrekaðri óstundvísi hjá starfsmanni og láta það fara í taugarnar á sér er ekki í boði. Sem yfirmaður þarftu að takast á við málið og pirringur er ekki að fara að laga neitt. Sem stjórnandi eru meiri líkur á að þú tæklir málið á yfirvegaðan og jákvæðan hátt, ef þú bíður ekki of lengi með að takast á við vandamálið. Ekki ræða málin fyrir framan alla Það getur verið freistandi að tala um óstundvísina við aðra starfsmenn. Sérstaklega þegar þú veist að þessi óstundvísi fer í taugarnar á öðru starfsfólki líka. Þetta er ekki viðeigandi. Ekki heldur að andvarpa, ranghvolfa augunum eða tjá þig með einhverjum hætti við aðra starfsmenn til staðfestingar á því að þér finnist þetta jafn óviðunandi og þeim: Sýndu ábyrgð og taktu á málum! Samtalið sjálft Samtalið þarf að fara fram í einrúmi og það er mikilvægt að þú undirbúir þig undir það samtal. Ræddu málin á yfirvegaðan hátt þannig að samtalið virki ekki eins og árás á viðkomandi. Það gagnast síður ef viðkomandi fer í vörn. Gefðu viðkomandi líka færi á að tjá sig. Hvað veldur því að viðkomandi er alltaf of seinn? Hvernig upplifir viðkomandi sjálfur sína óstundvísi? Hefur kannski eitthvað breyst og er þetta nýtilkomin hegðun? Eftir gott samtal skiptir þó máli að væntingarnar þínar um breytingar séu mjög skýrar. Þess vegna er gott að ákveða strax annan fund þar sem ætlunin er að ræða málin aftur. Þar með er komin hvati hjá viðkomandi til að bæta úr. Að líta í eigin barm Þá er líka alltaf gott að líta í eigin barm: Hvers konar fyrirmynd ert þú sem yfirmaður? Ertu stundvís? Eða vinnur þú oft fram eftir og mætir seinna á morgnana? Það er alls ekkert víst að starfsfólkið þitt átti sig á því hvort vinnufyrirkomulagið þitt sé þannig að þú mætir seinna á morgnana vegna þess að þú vinnur lengur á daginn, á kvöldin eða um helgar. Ef svo er, þarftu að útskýra það fyrir fólki að vinnutíminn þinn sé öðruvísi en þeirra sem fara heim klukkan fjögur, fimm eða sex. Í þessu samhengi má líka spyrja: Er þetta fyrirkomulag í boði fyrir aðra starfsmenn einnig? Er sveigjanlegur vinnutími þar sem mæting síðar á morgnana býður upp á að starfsfólk vinni lengur á daginn? Hversu skýrar eru reglurnar á vinnustaðnum og hversu sýnilegar eru þær öllum? Því fólk þarf að vera vel upplýst. Loks má benda á að samkvæmt rannsóknum, mælist stundvísi betri hjá starfsfólki sem upplifir sig í góðu sambandi við yfirmenn sína.
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Óréttlátt ef aðrir vinna miklu meira en þú Það getur verið óréttlátt gagnvart samstarfsfólkinu okkar ef við erum gjörn á að sóa mikið tímanum í vinnunni. Sem rannsóknir sýna þó að flestir gera í einhverjum mæli daglega. 18. ágúst 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Getur verið kostur að þykjast kunna meira en við gerum Almennt telst það ekki kostur þegar fólk þykist kunna meira en það gerir. Sem þó er nokkuð algengt á vinnumarkaði. Það er staðreynd. 26. júlí 2023 07:01 Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01
Óréttlátt ef aðrir vinna miklu meira en þú Það getur verið óréttlátt gagnvart samstarfsfólkinu okkar ef við erum gjörn á að sóa mikið tímanum í vinnunni. Sem rannsóknir sýna þó að flestir gera í einhverjum mæli daglega. 18. ágúst 2023 07:01
Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00
Getur verið kostur að þykjast kunna meira en við gerum Almennt telst það ekki kostur þegar fólk þykist kunna meira en það gerir. Sem þó er nokkuð algengt á vinnumarkaði. Það er staðreynd. 26. júlí 2023 07:01
Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23