Embiid, sem leikur með Philadelphia 76ers, hefur verið samningsbundinn Under Armour. Hann er við það að gera nýjan skósamning. Hann er þó ekki við Nike, Adidas eða Puma heldur Skechers sem hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir íþróttaskó, hvað þá körfuboltaskó.
76ers' Joel Embiid the reigning NBA MVP is nearing an endorsement deal with Skechers as the footwear company launches a basketball division, sources tell me and @MikeVorkunov.
— Shams Charania (@ShamsCharania) October 18, 2023
Story at @TheAthletic on Skechers working on a new star pitchman: https://t.co/a7nXKCv82K
Embiid á að vera andlit nýrrar körfuboltadeildar Skechers. Fyrirtækið ætlar einnig að semja við Julius Randle, leikmann New York Knicks, og Los Angeles Clippers-manninn Terance Mann.
Hinn 29 ára Embiid prófaði skó frá Skechers í fyrsta sinn á æfingu á miðvikudaginn. Um leið og skrifað verður undir samninginn við Skechers mun hann byrja að nota skó frá fyrirtækinu í leikjum.
Skechers er að færa sig upp á skaftið í íþróttaheiminum og samdi nýverið við Harry Kane, fyrirliða enska fótboltalandsliðsins og leikmann Bayern München.
Embiid var með 33,1 stig, 10,2 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA á síðasta tímabili. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP).