Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Sigurgeir Finnsson skrifar 20. október 2023 10:00 Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun