„Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:42 Teitur telur Þór ekki tala af háum hóli þegar hann saki Reykvíkinga um sóðaskap, Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu sem þurftu að loka sinni eigin grendarstöð vegna sóðaskaps. vísir/vilhelm Erjum Seltirninga og Reykvíkinga hvað varðar sorphirðu virðist hvergi nærri lokið. Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51