Erna greinir frá málinu á samfélagsmiðlum.
Í samtali við Vísi segir hún íslenskan miðaldra karlmann standa á bakvið hótunina, sem teljist til fjárkúgunar þar sem vettvangurinn er starf hennar og eina tekjulind fjölskyldunnar. Fjölskyldan flutti til Danmerkur fyrr á árinu.
„Ég óska þess ad þessi manneskja finni frið í hjarta sínu og fari að einbeita sér að einhverju öðru en mér og minni velferð. Lögreglan er í málinu en ég hika ekki við að nafngreina viðkomandi ef síðunni verður lokað, segir Erna Kristín.
Hún segir manninn einnig hafa átt þátt í að loka Instagram-reikningi hennar í ágúst síðastliðnum í samstarfi við fyrrnefndan hakkara.
„Viðkomandi er að fylgjast með og getur alltaf borgað hakkaranum til baka ef hann vill ekki að nafnið sitt og sitt fyrirtæki fari upp á yfirborðið,“ segir Erna.
