Dómari hótar að fangelsa Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 16:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Michael M Santiago Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11